Ágúst: Kemur ekki á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 21:58 Mynd/Daníel Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. „Hamar þurfti að bíða lengi efti fyrsta sigrinum í Keflavík en við erum nú búnar að vinna þrjá leiki af síðustu fjórum hér," sagði Ágúst eftir sigurinn í kvöld. „Leikurinn í kvöld byrjaði nokkuð jafnt," sagði hann um leikinn. „Þær náðu svo að stinga okkur af og við vorum engan veginn að spila nógu vel. Það var nokkur deyfð yfir mínu liði. Við vorum að hitta illa og frákasta illa. Í rauninni gekk lítið upp en það sem hjálpaði okkur var að stigaskorið var ekki mikið í fyrri hálfleik." „Fjórði leikhlutinn var svo algerlega okkar eign og við spiluðum virkilega vel í honum." „Við ræddum um það fyrir fjórða leikhluta að við höfðum engu að tapa. Við vorum ekki búnar að spila vel og fórum því í hann af fullum krafti og sjá hvað það myndi gefa okkur," sagði Ágúst. Bandaríkjamaðurinn Jaleesa Butler fór fyrir Hamarsliðinu á þessum góða leikkafla. „Hún var engan veginn í takti við leikinn í fyrri hálfleik og var með afleita skotnýtingu. Það gekk í raun ekkert upp hjá henni." „En það var svo allt annað að sjá til hennar í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta þegar hún fór hreinlega hamförum." Hamar er nú ósigrað eftir fyrstu sjö leikina á tímabilinu en það kemur Ágústi ekki á óvart. „Við vorum fjórum stigum frá titlinum á síðasta tímabili og það hafa vissulega verið breytingar í hópnum en sú reynsla mun reynast okkur dýrmæt nú. Liðið er alls ekki síðra en í fyrra og því tel ég að gott gengi okkar ætti ekki að koma á óvart." „Keflavík er með gott lið og er vant því að vinna. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er bara einn leikur og baráttan um Íslandsmeistaratitilinn réðst ekki í dag. En við erum á toppnum eins og er og ég er ánægður með það." Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Newcastle upp í þriðja sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. „Hamar þurfti að bíða lengi efti fyrsta sigrinum í Keflavík en við erum nú búnar að vinna þrjá leiki af síðustu fjórum hér," sagði Ágúst eftir sigurinn í kvöld. „Leikurinn í kvöld byrjaði nokkuð jafnt," sagði hann um leikinn. „Þær náðu svo að stinga okkur af og við vorum engan veginn að spila nógu vel. Það var nokkur deyfð yfir mínu liði. Við vorum að hitta illa og frákasta illa. Í rauninni gekk lítið upp en það sem hjálpaði okkur var að stigaskorið var ekki mikið í fyrri hálfleik." „Fjórði leikhlutinn var svo algerlega okkar eign og við spiluðum virkilega vel í honum." „Við ræddum um það fyrir fjórða leikhluta að við höfðum engu að tapa. Við vorum ekki búnar að spila vel og fórum því í hann af fullum krafti og sjá hvað það myndi gefa okkur," sagði Ágúst. Bandaríkjamaðurinn Jaleesa Butler fór fyrir Hamarsliðinu á þessum góða leikkafla. „Hún var engan veginn í takti við leikinn í fyrri hálfleik og var með afleita skotnýtingu. Það gekk í raun ekkert upp hjá henni." „En það var svo allt annað að sjá til hennar í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta þegar hún fór hreinlega hamförum." Hamar er nú ósigrað eftir fyrstu sjö leikina á tímabilinu en það kemur Ágústi ekki á óvart. „Við vorum fjórum stigum frá titlinum á síðasta tímabili og það hafa vissulega verið breytingar í hópnum en sú reynsla mun reynast okkur dýrmæt nú. Liðið er alls ekki síðra en í fyrra og því tel ég að gott gengi okkar ætti ekki að koma á óvart." „Keflavík er með gott lið og er vant því að vinna. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er bara einn leikur og baráttan um Íslandsmeistaratitilinn réðst ekki í dag. En við erum á toppnum eins og er og ég er ánægður með það."
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Newcastle upp í þriðja sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik