Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2010 22:42 Pavel Ermolinskij var flottur í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Í beinni: Njarðvík - Haukar | Toppslagur í nýju Ljónagryfjunni Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Í beinni: Njarðvík - Haukar | Toppslagur í nýju Ljónagryfjunni Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira