Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta SB skrifar 12. apríl 2010 08:22 Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði lýstur vanhæfur vegna spurningar Vilhjálms um hvort Davíð hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð orðaði það hins vegar við eiginkonu sína hvort best væri að hann myndi segja upp störfum. Í útskrift af skýrslutöku yfir Davíð Oddssyni þar sem Vilhjálmur Árnason, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson spurði hann spurninga varðandi siðferðislega ábyrgð og stjórnsýslu segir Davíð meðal annars að Seðlabankaheimurinn sé "eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð [...] þetta er algjörlega lokaðu klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina aðra heldur en þessa sömu menn." Vilhjálmur spyr Davíð: VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að - og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan - en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk..." Í skýrslutökunni kemur reyndar fram að Davíð íhugaði að hætta. Hann kallar Seðlabanka Íslands "Seðlabankann sem ég átti að passa, þessi litli seðlabanki" og segist ekki hafa getað ímynda sér að hann myndi lenda í hremmingum." DO: "Ég m.a.s velti því fyrir mér hérna í október, nóvember, átti, ég get kallað það, fund með konunni minni og sagði: Er ekki skynsamlegast að ég hætti núna? Ég sé ekki að ég sé að koma þessu inn í hausinn á neinum. Er ekki skynsamlegt fyrir mig að hætta núna." Hann lýsir þessum áhyggjum sínum nánar: "...maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara." Davíð lýsir einnig eftirsjá sinni að hafa ekki komið áhyggjum sínum af ástandinu betur á framfæri: "En það er enginn núna sem sér meira eftir því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá er maður í vanda." Orðið eigingirni kemur upp þegar Davíð er spurður út í ábyrgð sína. Hann segir að þegar allt hafi stefnt í gjaldþrot þá hafi hann séð fram á að "lenda í hremmingjum sem ég vildi ekkert lenda í, þetta var ekki bara af því ég vildi passa bankakerfið, þetta var líka eigingirni." Vegna spurningar Vilhjálms fór Davíð fram á að Vilhjálmur yrði úrskurðaður vanhæfur. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu hvorki "efni né framsetning" ummæla Vilhjálms hafi verið vísbending um óvild hans í garð Seðlabankastjórans þáverandi.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent