Körfubolti

Snæfell í úrslitakeppni kvenna í fyrsta sinn - sex liða úrslitin klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson náði sögulegum árangri með Snæfellsstelpurnar í kvöld.
Ingi Þór Steinþórsson náði sögulegum árangri með Snæfellsstelpurnar í kvöld. Mynd/Anton
Snæfellskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 25 stiga sigur á Val, 58-83, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda. Haukakonur hjálpuðu Hólmurum með því að vinna 33 stiga sigur á heimakonum í Njarðvík.

Snæfell náði þar með Njarðvík að stigum en liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti Njarðvíkurkonum. Bæði liðin unnu tvo innbyrðisleiki í vetur en Snæfell er með betri stigastöðu eftir 38 stiga sigur í Hólminum á dögunum.

Sex liða úrslitin hefjast strax á laugardaginn en þá mætast Keflavík og Snæfell í Keflavík annarsvegar og lið Grindavíkur og Hauka í Grindavík hinsvegar. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslitin þar sem bíða lið KR og Hamars.

Úrslit og stigaskor í leikjum B-deildar í kvöld:



Valur-Snæfell 58-83 (27-33)


Stig Vals: Dranadia Roc 17, Berglind Karen Ingvarsdóttir 15, Hrund Jóhannsdóttir 10, Þórunn Bjarnadóttir 7, Hafdís Helgadóttir 4, Birna Eiríksdóttir 3, Sigríður Viggósdóttir 2.

Stig Snæfells: Sherell Hobbs 30, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir  12, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Sara Sædal Andrésdóttir 3, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, Hildur Björg Kjartansdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2.

Njarðvík-Haukar 61-94 (26-43)

Stig Njarðvíkur: Ólöf Helga Pálsdóttir  17, Auður Jónsdóttir 13, Heiða Valdimarsdóttir 12, Harpa Hallgrímsdóttir 6, Sigurlaug Guðmundsdóttir 5, Anna María Ævarsdóttir 5, Jóhanna Áslaugsdóttir     3

Stig Hauka:  Heather Ezell 33, Telma Björk Fjalarsdóttir 15,  Rannveig Ólafsdóttir 10, Kiki Lund 9, Guðrún Ósk Ámundardóttir 5, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Sara Pálmadóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 2, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×