Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns 10. maí 2010 06:00 Eftir því sem næst verður komist beittu stjórnendur Glitnis ýmsum ráðum til að forðast að eignir Gnúps lentu í bókum bankans eftir að fyrri hluthafar fóru frá félaginu. Fréttablaðið/Hari Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert málanna sem eru í skoðun tengist fyrri eigendum Gnúps. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er líklegt að farið verði fram á gjaldþrotaskipti Gnúps á næstu vikum. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfyrirtækið sem lenti í hremmingum þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007. Félagið var annar stærsti hluthafi FL Group, sem átti um þriðjungshlut í Glitni. Þá átti Gnúpur jafnframt stóran hlut í Kaupþingi. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þegar Gnúpur lenti í greiðsluerfiðleikum í desembermánuði 2007 sneru bankarnir bökum saman og tóku þær eignir sem þeir áttu veð í með um helmingsafslætti. Þetta voru Kaupþing bæði hér og í Lúxemborg, Landsbankinn, Icebank og Glitnir. Þar af tók Kaupþing eigin bréf en lánaði Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga, tuttugu milljarða króna til kaupa á hlutabréfum Gnúps í bankanum. Þá tók stjórn Glitnis til svipaðra ráða. Bankinn lánaði Fons, félagi að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, tíu milljarða til að kaupa stærstan hluta Gnúps í FL Group. Önnur félög fengu sambærilega fyrirgreiðslu til kaupa á eignum Gnúps sem tengdust bankanum og stærstu eigendum hans. Þar á meðal fékk félagið FS37, síðar Stím, lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Þessu til viðbótar bjó bankinn til fjárfestingarfélagið Stapa og lánaði því tæpa sautján milljarða til að kaupa eignarhlut Gnúps í fasteignafélaginu Landic Properties og tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions. Einn stjórnenda Glitnis mun hafa átt frumkvæðið að því að selja Stapa til bókaútgefanda, sem var grunlaus um eignatilfærslu bankans. Eftir fall Gnúps lenti félagið í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir fall Glitnis tók skilanefnd bankans við því. jonab@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert málanna sem eru í skoðun tengist fyrri eigendum Gnúps. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er líklegt að farið verði fram á gjaldþrotaskipti Gnúps á næstu vikum. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfyrirtækið sem lenti í hremmingum þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007. Félagið var annar stærsti hluthafi FL Group, sem átti um þriðjungshlut í Glitni. Þá átti Gnúpur jafnframt stóran hlut í Kaupþingi. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þegar Gnúpur lenti í greiðsluerfiðleikum í desembermánuði 2007 sneru bankarnir bökum saman og tóku þær eignir sem þeir áttu veð í með um helmingsafslætti. Þetta voru Kaupþing bæði hér og í Lúxemborg, Landsbankinn, Icebank og Glitnir. Þar af tók Kaupþing eigin bréf en lánaði Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga, tuttugu milljarða króna til kaupa á hlutabréfum Gnúps í bankanum. Þá tók stjórn Glitnis til svipaðra ráða. Bankinn lánaði Fons, félagi að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, tíu milljarða til að kaupa stærstan hluta Gnúps í FL Group. Önnur félög fengu sambærilega fyrirgreiðslu til kaupa á eignum Gnúps sem tengdust bankanum og stærstu eigendum hans. Þar á meðal fékk félagið FS37, síðar Stím, lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Þessu til viðbótar bjó bankinn til fjárfestingarfélagið Stapa og lánaði því tæpa sautján milljarða til að kaupa eignarhlut Gnúps í fasteignafélaginu Landic Properties og tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions. Einn stjórnenda Glitnis mun hafa átt frumkvæðið að því að selja Stapa til bókaútgefanda, sem var grunlaus um eignatilfærslu bankans. Eftir fall Gnúps lenti félagið í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir fall Glitnis tók skilanefnd bankans við því. jonab@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira