Körfubolti

Kobe búinn að finna sinn Kerr/Paxson í Steve Blake - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant sést hér með Steve Blake eftir sigurkörfuna.
Kobe Bryant sést hér með Steve Blake eftir sigurkörfuna. Mynd/AP
Einn af nýju mönnunum í Los Angeles Lakers liðinu, Steve Blake, var hetja liðsins í 112-110 sigri á Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 19 sekúndum fyrir leikslok.

Sóknin minnti mikið á það þegar Michael Jordan treysti John Paxson og Steve Kerr fyrir síðasta skotinu þegar Chicago Bulls liðið vann NBA-titilinn á árum áður.

Líkt og Jordan gerði svo eftirminnilega með Steve Kerr fyrir þrettán árum þá lét talaði Kobe Bryant við Steve Blake eftir leikhlé og sagði honum að vera tilbúinn.

Kobe Bryant keyrði síðan inn í vörnina og gaf boltann úr á Steve Blake sem skoraði. Sigurkörfuna má sjá með því að smella hér.

„Það var almennilegt af honum að treysta mér fyrir svona stóru skoti," sagði Blake en hann og Kobe voru þarna að spila sinn fyrsta alvöruleik saman.

Steve Blake var með 10 stig á 21 mínútu í leiknum og Lakers vann með 13 stigum þegar hann var inn á vellinum. Blake setti niður 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Kobe Bryant skoraði 27 stig í leiknum en hann gaf sína sjöundu stoðsendingu á Blake í umræddri sókn.

Fyrir leikinn hafði Bryant tekið við fimmta hringnum sínum og hver veit nema að Blake spili stóra rullu í að ná þeim sjötta í hús alveg eins og Paxson og Kerr hjálpuðu Michael Jordan að ná í hring á sínum tíma.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×