Lífið

Oprah sökuð um lygar

Sögð ljúga Oprah Winfrey er sögð hafa kryddað sögur úr æsku sinni ansi hressilega.
Sögð ljúga Oprah Winfrey er sögð hafa kryddað sögur úr æsku sinni ansi hressilega.

Frænka sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey sakar hana um að hafa logið til um æsku sína og uppvaxtarár á bökkum Mississippi-fljótsins. Þetta kemur fram í nýrri bók slúðurdrottningarinnar Kitty Kelley um ævi Opruh og æsku. Frænkan segir að Oprah hafi ýkt allar sögurnar um fátæktina sem fjölskylda sjónvarpskonunnar hafi þurft að glíma við.

„Miðað við það sem Oprah hefur sagt þá var hún í raun og veru ofdekruð," segir frænkan sem heitir Katherine Carr Esters. Hún vísar því á bug að Oprah hafi þurft að klæðast kartöflusekkjum og alið kakkalakka sem gæludýr.

Esters segist hafa átt stuttan fund með Opruh og öðrum fjölskyldumeðlimum þar sem þau kröfðu sjónvarpskonuna um skýringar á þessum sögum.

„Hún sagði að sannleikurinn væri svo leiðinlegur og að þetta væru þeir hlutir sem fólk vildi heyra um," segir Esters í bókinni. Rithöfundurinn Kelley segir síðan í viðtali við EW.com að frænkan hefði haldið því fram að Oprah hefði í raun verið alin upp sem einbirni og að hún hefði verið ofdekruð í æsku.






Tengdar fréttir

Sjö svæsin leyndarmál Opruh

Oprah: A Biography er komin á topp metsölulista Í henni leynast meðal annars sjö leyndarmál Opruh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.