Palestínumenn í innbyrðis deilum 30. nóvember 2010 00:15 Á fundum í Damaskus Mussa Abu Marzug frá Hamas og Azzam al-Ahmed frá Fatah tókst ekki að ná samkomulagi nú í mánuðinum, en viðræðum verður haldið áfram.nordicphotos/AFP Meðan Ísraelar og Palestínumenn eiga í stopulum friðarviðræðum hafa Palestínumenn innbyrðis einnig reynt að slíðra sverðin, með álíka litlum árangri. Sveinn Rúnar Hauksson segir þetta stóra málið meðal Palestínumanna í dag. Klofningurinn milli Hamas-samtakanna, sem fara með stjórnina á Gasasvæðinu, og Fatah-hreyfingarinnar, sem heldur um stjórnartaumana á Vesturbakkanum, hefur verið nánast algjör síðan sumarið 2007 þegar mannskæð átök brutust út milli þeirra. Æ síðan hafa fulltrúar þessara tveggja helstu hreyfinga Palestínumanna þó reynt að ná samkomulagi, sem gæti gert þeim kleift að starfa saman á ný. Háttsettir ráðamenn beggja fylkinga hittust nú síðast á fundum í Damaskus í Sýrlandi fyrr í mánuðinum og ætla að halda áfram viðræðum þótt engin lausn hafi fundist á erfiðasta deilumálinu, sem er öryggismálin.Stóra málið í PalestínuSveinn Rúnar og Ismail Haniyeh Myndin er tekin þegar Sveinn Rúnar var staddur á Gasaströndinni nýverið.„Þetta er stóra málið í Palestínu í dag," segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, sem nýlega var á ferð um Gasasvæðið þar sem hann hitti að máli marga helstu leiðtoga bæði Hamas og Fatah. „Þó að aðrir flokkar og hópar takist á er klofningurinn milli Hamas og Fatah miklu alvarlegri, því á meðan geta Palestínumenn sig hvergi hreyft. Þeir eru ekki í neinni samningsstöðu fyrr en þeir hafa leyst þetta mál." Sveinn Rúnar segir samtökin reyndar hafa verið langt komin með drög að samkomulagi, og töluverð bjartsýni hafi verið bundin við fundina í Damaskus. „Þeir voru í raun búnir að semja um að gera ekkert í öryggismálum fyrr en eftir kosningar." Djúpstæður ágreiningur„Ágreiningurinn er mjög djúpstæður," segir Sveinn Rúnar. „Og hann stafar að miklu leyti af því að Hamas-samtökin eru ekki í PLO, Frelsissamtökum Palestínu." PLO-samtökin hafa í tæpa tvo áratugi verið viðurkennd á alþjóðavettvangi sem réttmætur fulltrúi Palestínuþjóðarinnar, allar götur síðan 1993 þegar Bandaríkjamenn og Ísraelar hættu að líta á þau sem hryðjuverkasamtök, enda höfðu PLO-samtökin, undir forystu Jassers Arafat, þá viðurkennt tilverurétt Ísraels og lýst því yfir að ofbeldi og hryðjuverkum yrði ekki framar beitt gegn Ísrael. „Það er PLO sem er samningsaðilinn í friðarviðræðum. Félagið Ísland-Palestína viðurkennir til dæmis eingöngu PLO sem hinn lögmæta fulltrúa þjóðarinnar - ekki stjórnina í Ramallah og ekki forseta Palestínustjórnar," segir Sveinn Rúnar. HeildarsamtökPLO eru eins konar regnhlífarsamtök sem fjölmörg önnur samtök Palestínumanna eiga aðild að. Stærst þeirra eru Fatah-samtökin, sem Arafat stjórnaði og Abbas á eftir honum. Hamas-samtökin eiga hins vegar ekki aðild að PLO. „Staðan er sú að PLO eiga að vera heildarsamtök palestínsku þjóðarinnar, en þau eru það ekki meðan jafn stór og öflug samtök og Hamas eru ekki þar innanborðs," segir Sveinn Rúnar. Hamas-menn, sem árið 2006 hlutu flest atkvæði í kosningum til Palestínustjórnar, gagnrýna Fatah fyrir að hafa þegið peninga, vopn og aðstoð við þjálfun sérsveita lögreglunnar, bæði frá Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Afleiðingarnar urðu þær að stundum sáu Hamas-menn engan mun á hernámi Ísraela og löggæslu Fatah-samtakanna. Alþjóðasinnar„Fatah gagnrýnir á hinn bóginn Hamas fyrir að vera aðili að Bræðralagi múslima frekar en að líta á sig sem þjóðleg samtök Palestínumanna. Þeim sé í raun sama um örlög palestínsku þjóðarinnar því þeir séu alþjóðasinnar og líti svo á að allir arabar séu ein þjóð." Sveinn Rúnar segir að Fatah krefjist þess að Hamas breyti stofnskrá sinni þannig að þau verði þjóðleg samtök Palestínumanna, ekki hluti af alþjóðahreyfingu múslima. Um þetta sé ágreiningur innan Hamas. „En þegar ég ræði við Ismael Haniyeh, leiðtoga Hamas á Gasasvæðinu, þá kemur skýrt fram hjá honum að hann telur að Hamas eigi að vera þjóðleg samtök sem styðji fjölflokka lýðræði." Haniyeh ræður þessu hins vegar ekki einn, og sterk öfl innan Hamas geta ekki hugsað sér annað en að berjast fyrir sameiningu allra múslima í eitt ríki. Tortryggni BandaríkjamannaBandaríkjamenn hafa lýst áhyggjum sínum af viðræðum Hamas og Fatah, og hefur tortryggni þeirra vakið nokkra furðu þeirra sem vilja Palestínumönnum vel. Fyrir rúmu ári fullyrti George Mitchell, fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, við Egypta að Bandaríkin myndu ekki styðja það samkomulag sem þá voru komin drög að, vegna þess að það gæti torveldað friðarviðræður Palestínumanna og Ísraela. Mitchell gerði þá kröfu að samkomulagið yrði í fullu samræmi við þær forsendur sem kvartettinn svonefndi gengur út frá, en hann er skipaður fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Rússlands til að hafa eins konar umsjón með friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna. Gagnvart Palestínumönnum lúta þær forsendur ekki síst að því að þeir viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis, viðurkenni fyrri samninga og afneiti öllum áformum um að beita ofbeldi. Harðir íslamistarRétt eins og meðal Ísraela eru háværir og stundum ofbeldisfullir öfgamenn, sem geta ekki hugsað sér að Palestínumenn hafi stundinni lengur nein yfirráð yfir helgum stöðum úr ævafornri sögu gyðinga, þá eru meðal Palestínumanna einnig háværir og hættulegir öfgamenn sem geta ekki hugsað sér neina samninga við Ísrael. Sveinn Rúnar hefur á ferðum sínum átt viðræður við slíka menn og dregur ekkert úr því að afstaða þeirra geti verið skaðleg málstað Palestínumanna. „Ég hef hitt harða íslamista á Gasa og það eina sem þeir hugsa um er bræðralag allra múslima. Þeim er í rauninni alveg sama um palestínsku þjóðina. En þetta er ekki alltaf afstaða forystumanna Hamas." Viðurkenning í reyndSveinn Rúnar segir að þótt formlega hafi Hamas ekki breytt neinu í stofnskrá sinni hafi samtökin í reynd viðurkennt ramma Oslóarsamkomulagsins. „Það kom skýrt fram strax þegar ég haustið 2003 heimsótti Sheikh Yassin, þennan aldna stofnanda og leiðtoga samtakanna, hálfu ári áður en Ísraelar myrtu hann í hjólastólnum sínum. Hann setti fram þessa stefnu um að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1949 ef þeir drægju sig til baka af svæðunum sem þeir hertóku árið 1967. Þannig að í reynd hafa þeir verið með viðurkenningu á Ísrael." Öryggismálin erfiðustErfiðasta deilumál Hamas og Fatah hefur verið fyrirkomulag öryggismála, og á þeim strönduðu viðræðurnar nú síðast. Sveinn Rúnar segir að fyrir fundina í Damaskus hafi meðal þeirra Palestínumanna sem hann ræddi við á ferðum sínum á Gasa ríkt töluverð bjartsýni á að samkomulag myndi takast. „Það eina sem stóð út af var öryggismálin, en þeir voru í raun búnir að semja um að gera ekkert í öryggismálum fyrr en eftir kosningar." Samkomulagsdrögin, sem gerð hafa verið fyrir milligöngu Egypta, gera ráð fyrir því að efnt verði til kosninga sex mánuðum eftir að Hamas hefur undirritað skjalið. „Hugmyndin var sú að sá sem ynni í kosningunum myndi ákveða fyrirkomulag öryggismálanna. Þeir áttu þó eftir að semja um bráðabirgðafyrirkomulag öryggismála sem ætti að gilda þangað til eftir kosningar." Vandinn er sá að Hamas-samtökin eru með sínar eigin öryggissveitir, sem ekki hafa heyrt með neinum hætti undir Palestínustjórnina í Ramallah, þar sem Fatah ræður ríkjum. „Fyrirkomulag öryggismála þeirra er mjög ólíkt. Ramallah-megin er þetta voðalegur frumskógur. Arafat var sagður hafa tólf eða þrettán leyniþjónustur á sínum vegum og þeir hafa fengið aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Þetta hefur ekki beint þótt vænlegur félagsskapur fyrir þá sem eru á Gasa, en þar er þessum málum háttað á allt annan veg. Þar er þjónustan til dæmis alfarið innlend, og samkomulagið gengur út á að svo verði áfram." Kosningarnar mikilvægastarGagnkvæm tortryggni er enn mikil og alls óvíst hvort nokkurt samkomulag tekst, en mikið er í húfi fyrir Palestínumenn. „Þeim er ekki stætt á öðru en að ná saman, þessum tveimur stóru fylkingum, svo hægt verði að efna til kosninga. Hamas-menn fengu á sínum tíma góðan meirihluta í kosningum, svo þess vegna var alveg fráleitt að tala um valdarán Hamas eins og gert hefur verið. Það er mikið atriði að Ísland og önnur lönd virði kosningaúrslit, alveg sama hvað mönnum kann að finnast um þá sem sigra. Þess vegna er fyrir neðan allar hellur að Ísland skuli hafa tekið þátt í að sniðganga Hamas-samtökin," segir Sveinn Rúnar, sem hefur meðal annars hvatt til þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra haldi til Gasa og eigi viðræður við alla aðila. Fréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Meðan Ísraelar og Palestínumenn eiga í stopulum friðarviðræðum hafa Palestínumenn innbyrðis einnig reynt að slíðra sverðin, með álíka litlum árangri. Sveinn Rúnar Hauksson segir þetta stóra málið meðal Palestínumanna í dag. Klofningurinn milli Hamas-samtakanna, sem fara með stjórnina á Gasasvæðinu, og Fatah-hreyfingarinnar, sem heldur um stjórnartaumana á Vesturbakkanum, hefur verið nánast algjör síðan sumarið 2007 þegar mannskæð átök brutust út milli þeirra. Æ síðan hafa fulltrúar þessara tveggja helstu hreyfinga Palestínumanna þó reynt að ná samkomulagi, sem gæti gert þeim kleift að starfa saman á ný. Háttsettir ráðamenn beggja fylkinga hittust nú síðast á fundum í Damaskus í Sýrlandi fyrr í mánuðinum og ætla að halda áfram viðræðum þótt engin lausn hafi fundist á erfiðasta deilumálinu, sem er öryggismálin.Stóra málið í PalestínuSveinn Rúnar og Ismail Haniyeh Myndin er tekin þegar Sveinn Rúnar var staddur á Gasaströndinni nýverið.„Þetta er stóra málið í Palestínu í dag," segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, sem nýlega var á ferð um Gasasvæðið þar sem hann hitti að máli marga helstu leiðtoga bæði Hamas og Fatah. „Þó að aðrir flokkar og hópar takist á er klofningurinn milli Hamas og Fatah miklu alvarlegri, því á meðan geta Palestínumenn sig hvergi hreyft. Þeir eru ekki í neinni samningsstöðu fyrr en þeir hafa leyst þetta mál." Sveinn Rúnar segir samtökin reyndar hafa verið langt komin með drög að samkomulagi, og töluverð bjartsýni hafi verið bundin við fundina í Damaskus. „Þeir voru í raun búnir að semja um að gera ekkert í öryggismálum fyrr en eftir kosningar." Djúpstæður ágreiningur„Ágreiningurinn er mjög djúpstæður," segir Sveinn Rúnar. „Og hann stafar að miklu leyti af því að Hamas-samtökin eru ekki í PLO, Frelsissamtökum Palestínu." PLO-samtökin hafa í tæpa tvo áratugi verið viðurkennd á alþjóðavettvangi sem réttmætur fulltrúi Palestínuþjóðarinnar, allar götur síðan 1993 þegar Bandaríkjamenn og Ísraelar hættu að líta á þau sem hryðjuverkasamtök, enda höfðu PLO-samtökin, undir forystu Jassers Arafat, þá viðurkennt tilverurétt Ísraels og lýst því yfir að ofbeldi og hryðjuverkum yrði ekki framar beitt gegn Ísrael. „Það er PLO sem er samningsaðilinn í friðarviðræðum. Félagið Ísland-Palestína viðurkennir til dæmis eingöngu PLO sem hinn lögmæta fulltrúa þjóðarinnar - ekki stjórnina í Ramallah og ekki forseta Palestínustjórnar," segir Sveinn Rúnar. HeildarsamtökPLO eru eins konar regnhlífarsamtök sem fjölmörg önnur samtök Palestínumanna eiga aðild að. Stærst þeirra eru Fatah-samtökin, sem Arafat stjórnaði og Abbas á eftir honum. Hamas-samtökin eiga hins vegar ekki aðild að PLO. „Staðan er sú að PLO eiga að vera heildarsamtök palestínsku þjóðarinnar, en þau eru það ekki meðan jafn stór og öflug samtök og Hamas eru ekki þar innanborðs," segir Sveinn Rúnar. Hamas-menn, sem árið 2006 hlutu flest atkvæði í kosningum til Palestínustjórnar, gagnrýna Fatah fyrir að hafa þegið peninga, vopn og aðstoð við þjálfun sérsveita lögreglunnar, bæði frá Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Afleiðingarnar urðu þær að stundum sáu Hamas-menn engan mun á hernámi Ísraela og löggæslu Fatah-samtakanna. Alþjóðasinnar„Fatah gagnrýnir á hinn bóginn Hamas fyrir að vera aðili að Bræðralagi múslima frekar en að líta á sig sem þjóðleg samtök Palestínumanna. Þeim sé í raun sama um örlög palestínsku þjóðarinnar því þeir séu alþjóðasinnar og líti svo á að allir arabar séu ein þjóð." Sveinn Rúnar segir að Fatah krefjist þess að Hamas breyti stofnskrá sinni þannig að þau verði þjóðleg samtök Palestínumanna, ekki hluti af alþjóðahreyfingu múslima. Um þetta sé ágreiningur innan Hamas. „En þegar ég ræði við Ismael Haniyeh, leiðtoga Hamas á Gasasvæðinu, þá kemur skýrt fram hjá honum að hann telur að Hamas eigi að vera þjóðleg samtök sem styðji fjölflokka lýðræði." Haniyeh ræður þessu hins vegar ekki einn, og sterk öfl innan Hamas geta ekki hugsað sér annað en að berjast fyrir sameiningu allra múslima í eitt ríki. Tortryggni BandaríkjamannaBandaríkjamenn hafa lýst áhyggjum sínum af viðræðum Hamas og Fatah, og hefur tortryggni þeirra vakið nokkra furðu þeirra sem vilja Palestínumönnum vel. Fyrir rúmu ári fullyrti George Mitchell, fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, við Egypta að Bandaríkin myndu ekki styðja það samkomulag sem þá voru komin drög að, vegna þess að það gæti torveldað friðarviðræður Palestínumanna og Ísraela. Mitchell gerði þá kröfu að samkomulagið yrði í fullu samræmi við þær forsendur sem kvartettinn svonefndi gengur út frá, en hann er skipaður fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Rússlands til að hafa eins konar umsjón með friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna. Gagnvart Palestínumönnum lúta þær forsendur ekki síst að því að þeir viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis, viðurkenni fyrri samninga og afneiti öllum áformum um að beita ofbeldi. Harðir íslamistarRétt eins og meðal Ísraela eru háværir og stundum ofbeldisfullir öfgamenn, sem geta ekki hugsað sér að Palestínumenn hafi stundinni lengur nein yfirráð yfir helgum stöðum úr ævafornri sögu gyðinga, þá eru meðal Palestínumanna einnig háværir og hættulegir öfgamenn sem geta ekki hugsað sér neina samninga við Ísrael. Sveinn Rúnar hefur á ferðum sínum átt viðræður við slíka menn og dregur ekkert úr því að afstaða þeirra geti verið skaðleg málstað Palestínumanna. „Ég hef hitt harða íslamista á Gasa og það eina sem þeir hugsa um er bræðralag allra múslima. Þeim er í rauninni alveg sama um palestínsku þjóðina. En þetta er ekki alltaf afstaða forystumanna Hamas." Viðurkenning í reyndSveinn Rúnar segir að þótt formlega hafi Hamas ekki breytt neinu í stofnskrá sinni hafi samtökin í reynd viðurkennt ramma Oslóarsamkomulagsins. „Það kom skýrt fram strax þegar ég haustið 2003 heimsótti Sheikh Yassin, þennan aldna stofnanda og leiðtoga samtakanna, hálfu ári áður en Ísraelar myrtu hann í hjólastólnum sínum. Hann setti fram þessa stefnu um að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1949 ef þeir drægju sig til baka af svæðunum sem þeir hertóku árið 1967. Þannig að í reynd hafa þeir verið með viðurkenningu á Ísrael." Öryggismálin erfiðustErfiðasta deilumál Hamas og Fatah hefur verið fyrirkomulag öryggismála, og á þeim strönduðu viðræðurnar nú síðast. Sveinn Rúnar segir að fyrir fundina í Damaskus hafi meðal þeirra Palestínumanna sem hann ræddi við á ferðum sínum á Gasa ríkt töluverð bjartsýni á að samkomulag myndi takast. „Það eina sem stóð út af var öryggismálin, en þeir voru í raun búnir að semja um að gera ekkert í öryggismálum fyrr en eftir kosningar." Samkomulagsdrögin, sem gerð hafa verið fyrir milligöngu Egypta, gera ráð fyrir því að efnt verði til kosninga sex mánuðum eftir að Hamas hefur undirritað skjalið. „Hugmyndin var sú að sá sem ynni í kosningunum myndi ákveða fyrirkomulag öryggismálanna. Þeir áttu þó eftir að semja um bráðabirgðafyrirkomulag öryggismála sem ætti að gilda þangað til eftir kosningar." Vandinn er sá að Hamas-samtökin eru með sínar eigin öryggissveitir, sem ekki hafa heyrt með neinum hætti undir Palestínustjórnina í Ramallah, þar sem Fatah ræður ríkjum. „Fyrirkomulag öryggismála þeirra er mjög ólíkt. Ramallah-megin er þetta voðalegur frumskógur. Arafat var sagður hafa tólf eða þrettán leyniþjónustur á sínum vegum og þeir hafa fengið aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Þetta hefur ekki beint þótt vænlegur félagsskapur fyrir þá sem eru á Gasa, en þar er þessum málum háttað á allt annan veg. Þar er þjónustan til dæmis alfarið innlend, og samkomulagið gengur út á að svo verði áfram." Kosningarnar mikilvægastarGagnkvæm tortryggni er enn mikil og alls óvíst hvort nokkurt samkomulag tekst, en mikið er í húfi fyrir Palestínumenn. „Þeim er ekki stætt á öðru en að ná saman, þessum tveimur stóru fylkingum, svo hægt verði að efna til kosninga. Hamas-menn fengu á sínum tíma góðan meirihluta í kosningum, svo þess vegna var alveg fráleitt að tala um valdarán Hamas eins og gert hefur verið. Það er mikið atriði að Ísland og önnur lönd virði kosningaúrslit, alveg sama hvað mönnum kann að finnast um þá sem sigra. Þess vegna er fyrir neðan allar hellur að Ísland skuli hafa tekið þátt í að sniðganga Hamas-samtökin," segir Sveinn Rúnar, sem hefur meðal annars hvatt til þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra haldi til Gasa og eigi viðræður við alla aðila.
Fréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent