Innlent

Blöskrar siðleysið í bönkunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðni Th. Johannesson segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis gefi betri heildarsýn á myndina. Mynd/ GVA.
Guðni Th. Johannesson segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis gefi betri heildarsýn á myndina. Mynd/ GVA.
„Það er þetta siðleysi í bönkunum sem manni blöskrar. Og hvað menn gengu langt, hvað sumir misstu sig í græðgi," segir Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Guðni var einn af þeim fyrstu sem gáfu út bók um bankahrunið og aðdraganda þess. Hann telur að skýrslan sem kom út í gær sé mjög góð og þeir sem að henni stóðu hafi skilað miklu verki. „Það eru sláandi upplýsingar hér og þar í skýrslunni," segir Guðni. Hann bendir þó á að heildarmyndin um það hvar ábyrgðin lá hafi þegar verið ljós. Það sé því ekki margt nýtt þar, eins og höfundar skýrslunnar viðurkenni reyndar sjálfir.

„En það er miklu skýrari fókus sem við fáum á þetta allt núna. Við vorum með hulu yfir þessu en nú er búið að svipta henni af og þá verður þetta allt miklu skýrara og klárara," segir Guðni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×