Faust: fjórar stjörnur 18. janúar 2010 05:00 Þorsteinn Gunnarsson smýgur léttilega inní nýstárlegan leikstíl og er áberandi best talandi leikarinn í sýningunni. Hvernig gat þetta gerst?Leikhús ****FaustEftir leikhópinn Vesturport byggt á leikriti GoethesLeikarar: Þorsteinn Gunnarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Axell Hallkell Jóhannesson Búningar: Filippía Í. Elisdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Nick Cave og Frank Hall Hljóðmynd:Thorbjörn Knudsen og Frank Hall Leikgervi: Sígríður Rósa Bjarnadóttir Leikstjóri: Gísli Örn GarðarssonTroðfullur salur með aukasætum á frumsýningunni í Borgarleikhusinu á föstudagskvöldið. Að standa á öndinni er skemmtileg uppröðun orða, eins og uppröðun atriða var skemmtileg í sýningu Vesturports á Faust. Fyrir svo utan að bæði leikarar og áhorfendur stóðu svo sannarlega oft á öndinni. Hoppa og skoppa, hrökkva og síga með klifur og önnur trix björgunarsveitanna í netum og köðlum hélt leikhópurinn áhorfendum við efnið. Verkið er innblásið af samnefndu leikriti eftir meistarann , lögfræðinginn, leikhússtjórann, náttúrufræðinginn embættismanninn og skáldið Jóhannn Wolfgang von Göthe. (f. 1749 d. 1832)Félagar úr leikhópnum Vesturporti þau; Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusardóttir, Víkingur Kristjánsson og Carl Grose eru höfundar þess texta sem liggur til grundvallar sýningunni. Jólin, jólin alls staðar í ýktum búningi með pirrandi lyftutónlist og ergilegum ljósum, skranskreytingum og þykjustuvinsemd starfsmanna á elliheimili er sú umgjörð sem áhorfendur ganga inn í. Leikmyndin var áleitin í þessu geggjaða gervidrasli, kannski einkanlega þar sem nýbúið er að pakka niður seríum en einnig sem táknmynd firringarinnar, sölujóla eða skrattanum sem við erum ofurseld. Fyrir svo utan að opnanir aftur og inn í sviðið, til beggja handa og niður í gólfið og upp í himininn jók möguleika undankomu og sprellifarsaleiks. Leikmynd Axels Hallkells Jóhannessonar þjónaði sum sé verkinu ákaflega vel bæði myndrænt og með notagildi fimleikanna í huga. Jólatréshryllingurinn var bara einn og sér nægjanlegur til þess að vekja ákveðnar kenndir.Leikurinn gerist á heimili fyrir gamalt fólk og þaðan er áhorfendum vippað yfir í þá angistarför sem Jóhann flækist í eftir að hafa selt skrattanum sál sína. Skrattinn var í sjálfu sér ekki ógnvekjandi og eins og svo oft áður þegar karlinn sá fær að sýna sig og spóka um, er hann bæði heillandi og skemmtilegur og liggur við að fjörið sé alltaf meira hans megin, svo að segja. Hilmir Snær Guðnason bætir hér við enn einu blómi í sinn barm og var gaman að sjá hvernig hann umhverfdist og beitti líkamanum og svipbrigðum í eltingaleik við orðin í mjög skemmtilegu gervi sem Sigríður Rósa Bjarnadóttir á heiðurinn af ásamt Filippíu I Elísdóttur sem sá um búningana.Þorsteinn Gunnarsson leikur glæsilegan gamlan leikara sem er heldur hressari en hinir félagar hans á elliheimilinu og rifjar upp takta sína í leikhúsinu með aðstoð einnar vistkonunar sem léttilega svífur inn í gerfi nornarinnar síðar í leiknum. Fyrir utan að starfskonan Greta verður að stúlkunni sem Fástus ávallt unni.Það er langt síðan Þorsteinn Gunnarsson hefur sést í burðarhlutverki á við þetta. Tuggan, hann hefur engu gleymt, á hér við, fyrir svo utan að hann smýgur léttilega inn í nýstárlegan leikstíl og er áberandi best talandi leikarinn í sýningunni. Textinn er unnin af Vesturporturum og var hann skondinn og skemmtilegur og rímið mátulega geggjað, þó það sé auðvitað spurning um hvort rígfullorðinn maður velji orð sín þannig að honum sé slétt sama um eitthvað í stað vera alveg sama.Það er Hanna María Karlsdóttir sem fer með hlutverk Evu og gerir hún það vel og breiðir út allan sinn faðm og var óborganleg í ýmsum tilburðum eins og til dæmis þegar henni er kálað með aðferð sem ekki verður sagt frá hér. Eitthvað virðist þó röddin hafa verið að hrekkja hana því að köflum heyrðist ekki mikið í henni. Hilmir Snær Gunnarsson fer með hið umfangsmikla og heillandi hlutverk Mefistos.Systkinin sem stjórna hælinu eru leikin af þeim Rúnari Frey Gíslasyni og Unni Ösp Stefánsdóttur. Rúnar er í hlutverki sem má segja að skrapi botn raunveruleikans til að bregða fólki eins og hann sé á förum út úr hlutverki sínu og tóks honum svo sannarlega að skemmta fólki með þeim stíl meðan Unnur í hlutverki Gretu er dreymin og reynir nú heldur lítið á margrbreytileika í túlkun en hún er óneitanlega nett og fim og ljóðræn loftfimleikasveifla hennar og Björns Hlyns í lok verksins var falleg á að líta. Nína Dögg var sterk og þétt í sínum sveiflum og svipbrigði hennar og taktar stórhlægilegir. HJólastóladansflokkurinn með þeim Jóhannesi Svövu og Víkingi ásamt hinum á elliheimilinu féll í góðan jarðveg.Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Jóhanns á unga aldri og gerir það vel þó þessar stílfærðu dúkkuhreyfingar hafi í raun verið óþarfi, en kannski hugsað til þess að leggja áherslu á góðmennsku hans. Hljóðmyndin og tónlistin eru ekki síður í mögnuðu hlutverki og áhrif þessa þátta mikill til þess að skapa heildar sirkússtemmningu sem óneitanlega ríkti, einkum eftir hlé. Í fyrri hlutanum er heldur meira reynt að koma boðskap á framfæri meðan farsinn og galsinn tekur yfir í þeim seinni.Leikstjóranum Garðari Erni tekst hér vela ð virkja það samspil sem nauðsynlegt er til þess að galsaleikur af þessu tagi gangi heim.Þeir sem muna eftir sýningunni í Þjóðleikhúsinu (líklega 1970) þar sem Trúbrot lék í reykjarsvælu öfgakennda tónlist úr neðri byggð og ýturvaxin blondína skók sig inni í stóru fiskineti, vita að nýstárleiki í uppsetningu þessa fræga verks var þar svo sannarlega einnig áberandi þar. Markmið sýningar sem að hluta til eru loftfimleikar hlýtur fyrst og fremst að vera að skemmta sem Vesturportshópurinn gerði svo sannarlega hér, en hitt er annað mál að það er hægt að moða meira úr þessu klassíska verki til umhugsunar og lærdóms, ekki síst nú, þegar útsala hefur verið á sálum til skrattans um nokkurt skeið. Elísabet BrekkanNiðurstaða: Vesturportshópurinn skemmtir áhorfendum með loftfimleikum en hefði mátt vinna meira úr þessu klassíska verki til umhugsunar og lærdóms. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hvernig gat þetta gerst?Leikhús ****FaustEftir leikhópinn Vesturport byggt á leikriti GoethesLeikarar: Þorsteinn Gunnarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Axell Hallkell Jóhannesson Búningar: Filippía Í. Elisdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Nick Cave og Frank Hall Hljóðmynd:Thorbjörn Knudsen og Frank Hall Leikgervi: Sígríður Rósa Bjarnadóttir Leikstjóri: Gísli Örn GarðarssonTroðfullur salur með aukasætum á frumsýningunni í Borgarleikhusinu á föstudagskvöldið. Að standa á öndinni er skemmtileg uppröðun orða, eins og uppröðun atriða var skemmtileg í sýningu Vesturports á Faust. Fyrir svo utan að bæði leikarar og áhorfendur stóðu svo sannarlega oft á öndinni. Hoppa og skoppa, hrökkva og síga með klifur og önnur trix björgunarsveitanna í netum og köðlum hélt leikhópurinn áhorfendum við efnið. Verkið er innblásið af samnefndu leikriti eftir meistarann , lögfræðinginn, leikhússtjórann, náttúrufræðinginn embættismanninn og skáldið Jóhannn Wolfgang von Göthe. (f. 1749 d. 1832)Félagar úr leikhópnum Vesturporti þau; Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusardóttir, Víkingur Kristjánsson og Carl Grose eru höfundar þess texta sem liggur til grundvallar sýningunni. Jólin, jólin alls staðar í ýktum búningi með pirrandi lyftutónlist og ergilegum ljósum, skranskreytingum og þykjustuvinsemd starfsmanna á elliheimili er sú umgjörð sem áhorfendur ganga inn í. Leikmyndin var áleitin í þessu geggjaða gervidrasli, kannski einkanlega þar sem nýbúið er að pakka niður seríum en einnig sem táknmynd firringarinnar, sölujóla eða skrattanum sem við erum ofurseld. Fyrir svo utan að opnanir aftur og inn í sviðið, til beggja handa og niður í gólfið og upp í himininn jók möguleika undankomu og sprellifarsaleiks. Leikmynd Axels Hallkells Jóhannessonar þjónaði sum sé verkinu ákaflega vel bæði myndrænt og með notagildi fimleikanna í huga. Jólatréshryllingurinn var bara einn og sér nægjanlegur til þess að vekja ákveðnar kenndir.Leikurinn gerist á heimili fyrir gamalt fólk og þaðan er áhorfendum vippað yfir í þá angistarför sem Jóhann flækist í eftir að hafa selt skrattanum sál sína. Skrattinn var í sjálfu sér ekki ógnvekjandi og eins og svo oft áður þegar karlinn sá fær að sýna sig og spóka um, er hann bæði heillandi og skemmtilegur og liggur við að fjörið sé alltaf meira hans megin, svo að segja. Hilmir Snær Guðnason bætir hér við enn einu blómi í sinn barm og var gaman að sjá hvernig hann umhverfdist og beitti líkamanum og svipbrigðum í eltingaleik við orðin í mjög skemmtilegu gervi sem Sigríður Rósa Bjarnadóttir á heiðurinn af ásamt Filippíu I Elísdóttur sem sá um búningana.Þorsteinn Gunnarsson leikur glæsilegan gamlan leikara sem er heldur hressari en hinir félagar hans á elliheimilinu og rifjar upp takta sína í leikhúsinu með aðstoð einnar vistkonunar sem léttilega svífur inn í gerfi nornarinnar síðar í leiknum. Fyrir utan að starfskonan Greta verður að stúlkunni sem Fástus ávallt unni.Það er langt síðan Þorsteinn Gunnarsson hefur sést í burðarhlutverki á við þetta. Tuggan, hann hefur engu gleymt, á hér við, fyrir svo utan að hann smýgur léttilega inn í nýstárlegan leikstíl og er áberandi best talandi leikarinn í sýningunni. Textinn er unnin af Vesturporturum og var hann skondinn og skemmtilegur og rímið mátulega geggjað, þó það sé auðvitað spurning um hvort rígfullorðinn maður velji orð sín þannig að honum sé slétt sama um eitthvað í stað vera alveg sama.Það er Hanna María Karlsdóttir sem fer með hlutverk Evu og gerir hún það vel og breiðir út allan sinn faðm og var óborganleg í ýmsum tilburðum eins og til dæmis þegar henni er kálað með aðferð sem ekki verður sagt frá hér. Eitthvað virðist þó röddin hafa verið að hrekkja hana því að köflum heyrðist ekki mikið í henni. Hilmir Snær Gunnarsson fer með hið umfangsmikla og heillandi hlutverk Mefistos.Systkinin sem stjórna hælinu eru leikin af þeim Rúnari Frey Gíslasyni og Unni Ösp Stefánsdóttur. Rúnar er í hlutverki sem má segja að skrapi botn raunveruleikans til að bregða fólki eins og hann sé á förum út úr hlutverki sínu og tóks honum svo sannarlega að skemmta fólki með þeim stíl meðan Unnur í hlutverki Gretu er dreymin og reynir nú heldur lítið á margrbreytileika í túlkun en hún er óneitanlega nett og fim og ljóðræn loftfimleikasveifla hennar og Björns Hlyns í lok verksins var falleg á að líta. Nína Dögg var sterk og þétt í sínum sveiflum og svipbrigði hennar og taktar stórhlægilegir. HJólastóladansflokkurinn með þeim Jóhannesi Svövu og Víkingi ásamt hinum á elliheimilinu féll í góðan jarðveg.Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Jóhanns á unga aldri og gerir það vel þó þessar stílfærðu dúkkuhreyfingar hafi í raun verið óþarfi, en kannski hugsað til þess að leggja áherslu á góðmennsku hans. Hljóðmyndin og tónlistin eru ekki síður í mögnuðu hlutverki og áhrif þessa þátta mikill til þess að skapa heildar sirkússtemmningu sem óneitanlega ríkti, einkum eftir hlé. Í fyrri hlutanum er heldur meira reynt að koma boðskap á framfæri meðan farsinn og galsinn tekur yfir í þeim seinni.Leikstjóranum Garðari Erni tekst hér vela ð virkja það samspil sem nauðsynlegt er til þess að galsaleikur af þessu tagi gangi heim.Þeir sem muna eftir sýningunni í Þjóðleikhúsinu (líklega 1970) þar sem Trúbrot lék í reykjarsvælu öfgakennda tónlist úr neðri byggð og ýturvaxin blondína skók sig inni í stóru fiskineti, vita að nýstárleiki í uppsetningu þessa fræga verks var þar svo sannarlega einnig áberandi þar. Markmið sýningar sem að hluta til eru loftfimleikar hlýtur fyrst og fremst að vera að skemmta sem Vesturportshópurinn gerði svo sannarlega hér, en hitt er annað mál að það er hægt að moða meira úr þessu klassíska verki til umhugsunar og lærdóms, ekki síst nú, þegar útsala hefur verið á sálum til skrattans um nokkurt skeið. Elísabet BrekkanNiðurstaða: Vesturportshópurinn skemmtir áhorfendum með loftfimleikum en hefði mátt vinna meira úr þessu klassíska verki til umhugsunar og lærdóms.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira