Dr. Gunni klikkaði á Herra Rokk 11. nóvember 2010 13:00 peðið hvarf aftur Dr. Gunni kennir sjálfum sér um að Rúnnapeðið var ekki heldur með í nýja Popppunktsspilinu. Fréttablaðið/Valli „Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki alveg hvar klikkið átti sér stað, en þetta er að sjálfsögðu mér að kenna," segir tónlistarsérfræðingurinn og spilagerðarmaðurinn Dr. Gunni. Nýja Popppunktsspilið er komið í valdar verslanir. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum átti draumur Rúnars Júlíussonar heitins að rætast með útgáfu spilsins, en hann átti að vera eitt af tólf spilapeðum. Hann datt út úr fyrra spilinu á síðustu stundu og sagan endurtók sig við útgáfu nýja spilsins. „Ég ætlaði að hafa Rúnar en svo hef ég ekki gert það. Ég skrifa þetta á fyrstu einkenni Alzheimer. Það er frekar fúlt að þessi Alzheimer light-sjúkdómur hafi komið í veg fyrir að Rúnar væri með í Popppunktsspilinu," segir doktorinn. Hvarf Rúnnapeðsins var þó ekki eins dularfullt í fyrra spilinu, eins og Gunni útskýrir. „Í fyrra spilinu var allt klappað og klárt. Ég var búinn að tala við fullt af fólki og þar á meðal Rúnar," rifjar hann upp. „Svo fannst útgefandanum sniðugt að hafa Herbert [Guðmundsson] með og ég var ekkert búinn að tala við hann. Þannig að hann setti Herbert inn og tók Rúnar út. Svo var Herbert alveg brjálaður því að það var ekki búið að tala við hann. Og Rúnar var frekar fúll líka." Spilið kemur í fleiri verslanir í lok nóvember, en þeir sem vilja vera goðsögnin Rúnar Júlíusson í spilinu verða að taka upp föndurkassann. - afb Lífið Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki alveg hvar klikkið átti sér stað, en þetta er að sjálfsögðu mér að kenna," segir tónlistarsérfræðingurinn og spilagerðarmaðurinn Dr. Gunni. Nýja Popppunktsspilið er komið í valdar verslanir. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum átti draumur Rúnars Júlíussonar heitins að rætast með útgáfu spilsins, en hann átti að vera eitt af tólf spilapeðum. Hann datt út úr fyrra spilinu á síðustu stundu og sagan endurtók sig við útgáfu nýja spilsins. „Ég ætlaði að hafa Rúnar en svo hef ég ekki gert það. Ég skrifa þetta á fyrstu einkenni Alzheimer. Það er frekar fúlt að þessi Alzheimer light-sjúkdómur hafi komið í veg fyrir að Rúnar væri með í Popppunktsspilinu," segir doktorinn. Hvarf Rúnnapeðsins var þó ekki eins dularfullt í fyrra spilinu, eins og Gunni útskýrir. „Í fyrra spilinu var allt klappað og klárt. Ég var búinn að tala við fullt af fólki og þar á meðal Rúnar," rifjar hann upp. „Svo fannst útgefandanum sniðugt að hafa Herbert [Guðmundsson] með og ég var ekkert búinn að tala við hann. Þannig að hann setti Herbert inn og tók Rúnar út. Svo var Herbert alveg brjálaður því að það var ekki búið að tala við hann. Og Rúnar var frekar fúll líka." Spilið kemur í fleiri verslanir í lok nóvember, en þeir sem vilja vera goðsögnin Rúnar Júlíusson í spilinu verða að taka upp föndurkassann. - afb
Lífið Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira