Körfubolti

Joanna Skiba kemur aftur til Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joanna Skiba í leik með Grindavík.
Joanna Skiba í leik með Grindavík.

Grindavíkurkonur hafa bætt við sig erlendum leikmanni en bandaríski leikstjórnandinn Joanna Skiba sem er með pólskt vegabréf mun snúa aftur til Grindavíkur þar sem hún lék veturinn 2007-08. Þetta kom fyrst fram á karfan.is.

Skiba varð bikarmeistari með Grindavíkurliðinu 2008 en það tímabil var hún með 18,3 stig og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Skiba skoraði 67 þriggja stiga körfur í 24 leikjum og hitti úr 36 prósent langskota sinna.

Grindavíkurliðið hefur spilað vel að undanförnu og er komið upp í 2. sæti Iceland Express deildarinnar eftir sex sigra í síðustu sjö deildarleikjum. Þær eru því til alls líklegar þegar Skiba hefur bæst í hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×