Erlent

Framhald friðarviðræðna í óvissu

deilur Ísraelskir landtökumenn hafa komið sér fyrir á svæðum Palestínumanna og reist þar byggðir í stórum stíl, með hervernd frá Ísrael.nordicphotos/AFP
deilur Ísraelskir landtökumenn hafa komið sér fyrir á svæðum Palestínumanna og reist þar byggðir í stórum stíl, með hervernd frá Ísrael.nordicphotos/AFP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, sagði í Frakklandi í gær að stjórnin muni bíða í að minnsta kosti viku þangað til ákvörðun verður tekin um framhald friðarviðræðna við Ísrael.

Palestínumenn höfðu sagt friðarviðræðunum sjálfhætt ef byggingaframkvæmdir ísraelskra landtökumanna myndu hefjast aftur á herteknu svæðunum, en tíu mánaða framkvæmdabann rann út um helgina.

„Við ætlum ekkert að bregðast hratt við,“ sagði Abbas að loknum fundi hans með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í gær. Fyrst ætli hann að ræða málið við aðra leiðtoga Palestínumanna, og síðan muni þeir taka málið upp á fundi Arababandalagsins næstkomandi mánudag.

„Að þessum fundahöldum loknum getum við lagt fram greinargerð sem skýrir afstöðu Palestínumanna og araba til þessa máls, nú þegar Ísraelar hafa neitað að banna landtökuframkvæmdir lengur.“

Bæði Palestínumenn og Bandaríkjamenn höfðu lagt hart að Ísraelsstjórn að framlengja framkvæmdabannið svo viðræðum verði ekki stefnt í hættu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×