Lífið

Madonna skammar Malaví

madonna Madonna hefur gagnrýnt stjórnvöld í Malaví fyrir að dæma samkynhneigt par í fjórtán ára fangelsi.
madonna Madonna hefur gagnrýnt stjórnvöld í Malaví fyrir að dæma samkynhneigt par í fjórtán ára fangelsi.

Söngkonan Madonna hefur gagnrýnt stjórnvöld í Malaví fyrir að dæma samkynhneigt par í fjórtán ára fangelsi.

„Ég er í miklu uppnámi og mjög sorgmædd yfir þessari ákvörðun dómstólsins í Malaví,“ sagði Madonna.

Tveir menn fengu þennan þunga dóm vegna kynhneigðar sinnar og þurfa þeir einnig að inna af hendi erfiðisvinnu meðan á afplánuninni stendur. Þeir voru handteknir eftir trúlofunarveislu sem þeir héldu. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa fordæmt þennan dóm og Madonna lætur ekki sitt eftir liggja, enda hefur hún ættleitt tvö börn frá Malaví, þá David Banda og Chifundo „Mercy“ James.

„Ég trúi á jöfn mannréttindi fyrir alla og skiptir þá engu máli um kyn þeirra, kynþátt, lit, trú eða kynhneigð,“ sagði hún „Malaví hefur tekið stórt skref aftur á bak. Heimurinn er uppfullur af harmi og sársauka. Þess vegna verðum við að vernda grundvallarmannréttindi okkar sem snúast um að fá að elska og vera elskuð.“

Tvö ár eru liðin síðan Madonna sýndi heimildarmynd á Cannes-hátíðinni í Frakklandi sem fjallaði um alnæmisveiruna í Malaví. „Ég fór til Malaví í von um að bjarga lífi barna,“ sagði söngkonan við það tækifæri. „Mér til mikillar undrunar breyttu þau mér og ég þroskaðist mikið í þessari heimsókn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.