Fótbolti

Ólafur Örn hylltur eftir síðasta heimaleikinn með Brann - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason. Mynd/Scanpix
Ólafur Örn Bjarnason kvaddi stuðningsmenn Brann eftir 2-2 jafntefli á móti Stabæk í norsku deildinni í gær. Ólafur Örn er á leiðinni til Íslands þar sem hann mun klára tímabilið sem spilandi þjálfari Grindavíkur.

Eftir leikinn þakkaði Ólafur fyrir sig og var um leið hylltur af stuðningsmönnum félagsins. Einn heppinn áhorfendi fékk að eiga treyju Ólafs sem þarna lék sinn 213. og síðasta leik fyrir Brann.

Á heimasíðu Brann má finna myndband af því þegar Ólafur Örn fær heiðursklapp frá stuðningsmönnum Brann. Það má skoða myndbandið með því að smella hér.

Ungverski miðvörðurinn Zsolt Korcsmár hefur verið lánaður Ujpest til Brann út leiktíðina en hann kemur til með að leysa af Ólaf Örn. Zsolt Korcsmár er 21 árs gamall og var með Brann í æfingaferð í vetur. Hann mun koma á láni út tímabilið en síðan binda forráðamenn Brann vonir við um að semja við hann til lengri tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×