Fótbolti

Barcelona áfrýjaði banni Pinto

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Pinto, leikmaður Barcelona.
Jose Pinto, leikmaður Barcelona. Nordic Photos / AFP
Barcelona hefur ákveðið að áfrýja tveggja leikja banninu sem markvörðurinn Jose Pinto fékk í Meistaradeild Evrópu.

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, ákvað að dæma Pinto í tveggja leikja bann fyrir að flauta í miðjum leik gegn FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum.

Þá var sóknarmaður FCK við það að sleppa í gegn en hætti þar sem að hann taldi að hann hefði verið dæmdur rangstæður. En þá kom flautið úr munni Pinto.

Pinto var dæmdur þar sem hann þótti sýna af sér óíþróttamannslega hegðun. Fram kom í yfirlýsingu á heimasíðu UEFA að áfrýjunin verður tekin fyrir þann 12. nóvember næstkomandi.

Pinto mun því engu að síður missa af leik Barcelona gegn FCK á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×