Innlent

Tómas tyllir sér við Tjörnina

Tylltu sér hjá Tómasi Andrés Magnússon, Halla Gunnarsdóttir og Jón Gnarr borgarstjóri tylltu sér við hlið Tómasar á bekk við Tjörnina.Fréttablaðið/Stefán
Tylltu sér hjá Tómasi Andrés Magnússon, Halla Gunnarsdóttir og Jón Gnarr borgarstjóri tylltu sér við hlið Tómasar á bekk við Tjörnina.Fréttablaðið/Stefán

Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni við Reykjavíkurtjörn í gær.

Styttan er verk myndhöggvarans Höllu Gunnarsdóttur og sýnir Tómas sem ungan mann þar sem hann situr á bekk við göngustíg við suðurenda Tjarnarinnar. Segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að jakkaföt Tómasar og hárgreiðsla gefi skírskotun til fjórða áratugar síðustu aldar þegar ljóðabókin „Fagra veröld“ kom út.

Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon átti hugmyndina að styttunni en Tómas hefði orðið 110 ára 6. janúar næstkomandi.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×