Ekki félagshyggjustjórn enn 17. febrúar 2010 06:00 Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun