Innlent

Niðurstaða um Silungapoll

Róbert R. Spanó
Róbert R. Spanó

Vistheimilanefnd hefur skilað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra skýrslu um starfsemi vistheimilisins Silungapolls, vistheimilisins Reykjahlíðar og heimavistarskólans á Jaðri. Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar í dag.

Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, segir að í framhaldinu verði unnin úttekt á Unglingaheimili ríkisins og Upptökuheimili ríkisins. Stefnt er að því að skila niðurstöðu á vormánuðum, sem og samantekt um öll störf nefndarinnar.

Róbert segir ekki útilokað að ákveðið verði að kanna fleiri heimili, en nefndin muni ákveða það á næstu vikum. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×