Körfubolti

Bryndís í miklum stigaham í leikjunum á móti Snæfelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryndís Guðmundsdóttir var frábær í leikjunum á móti Snæfelli.
Bryndís Guðmundsdóttir var frábær í leikjunum á móti Snæfelli. Mynd/Stefán
Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var nánast óstövandi í sigurleikjunum tveimur á móti Snæfelli í sex liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum ekki síst þökk sé þess að Bryndís skoraði 34,5 stig að meðaltali í þeim.

Bryndís lét sér ekki bara nægja að skorað 69 stig í þessum tveimur leikjum því hún var einnig með 13,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Bryndís tók alls 29 víti í þessum tveimur leikjum en allt Snæfellsliðið fékk samtals 33 víti í þeim.

Bryndís hitti úr 22 af 42 skotum sínum sem gerir 52 prósent skotnýtingu en aðeins 1 af 22 körfum hennar kom fyrir utan þriggja stiga línuna. Bryndís nýtti 82,8 prósent víta sinna.

Bryndís var með 32 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri leiknum í Keflavík sem liðið vann 95-82. Bryndís var síðan með 37 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í seinni leiknum í Stykkishólmi í gær sem Keflavík vann 112-105 eftir framlengingu.



Flest stig að meðaltali í sex liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna:


1. Sherell Hobbs, Snæfell 37,0

2. Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavik 34,5

3. Heather Ezell, Haukar 27,0

4. Michele DeVault, Grindavík 26,5

5. Birna Valgarðsdóttir, Keflavik 25,5

6. Kiki Lund, Haukar 25,0

7. Kristi Smith, Keflavik 24,0

8. Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 16,0

9. Joanna Skiba, Grindavík 13,0

10. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukar 12,5

10. Unnur Lára Ásgeirsdóttir, Snæfell 12,5

10. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell 12,5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×