Vesturport hellir sér útí gamanleik og farsa 18. ágúst 2010 07:00 Með hnút í maganum Vesturport hyggst næst reyna sig við gamanleik en nýjasta sýning hópsins fjallar um húsmóðurshlutverkið á Íslandi. Gísli Örn segist vera með hnút í maganum yfir þessu en þetta sé bæði ögrandi og nýtt fyrir þau.Fréttablaðið/Valli „Það var kominn tími til að reyna sig við gamanleik, eftir að hafa verið í svona „léttmeti" eins og Hamskiptunum og Fást," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið hyggst setja upp sýningu sem verður í eilítið öðruvísi dúr en aðrar sýningar hópsins. Um er að ræða farsakenndan gamanleik um húsmóðurshlutverkið á Íslandi. Verkið er glænýtt, skrifað af þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg, Jóhanni Níels og Gísla Erni. Þetta verður í fyrsta skipti sem hópurinn tekst á við frumsamið verk eftir sjálfan sig. „Undantekningin er náttúrlega söngleikurinn Ást en við lékum ekki í honum. Núna er annað uppá teninginum." Gísli segir að þetta sé í takt við stefnu leikhópsins, þau vilji ögra sjálfum sér og virkja leikhúsformið í botn. „Núna ætlum við að setja húsmóðurshlutverkið í farsakenndan stíl og ýta sjálfum okkur út á ystu nöf," segir Gísli en sýningar Vesturports hafa hingað til ekki verið beint fyrir lofthrædda. Og ef marka má lýsingar Gísla verður engin breytingar þar á, fólk mun jafnvel falla á milli hæða. „Ég veit ekki hvað þetta er, við erum skíthrædd við þetta, þetta er einhver sjálfseyðingarhvöt, að vera ung og hugsa að þá sé um að gera að þenja sig í botn. Ég er eiginlega alveg með hnút í maganum yfir þessu." Gísli segir að hugmyndin að verkinu hafi kviknað í kringum fréttir af mansali og vændi á Íslandi. „Þetta var á þeim tíma þar sem við veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera næst. Og í kjölfarið vildum við fjalla um húsmóður sem er ekki öll þar sem hún er séð og hvað það þýðir að vera húsmóðir. Þetta er kannski það starf sem við heyrum hvað minnst um," útskýrir Gísli og bætir því við að verkið bjóði uppá mikla karaktersköpun en áætluð frumsýning er í apríl 2011. En þangað til að þessi sýning fer á fjalir Borgarleikhússins er hópurinn í óða önn að undirbúa afmælissýningu Fást í Young Vic-leikhúsinu sem fagnar fjörtíu ára afmæli í ár. Gísli segir þau vera að undirbúa sig andlega undir gullna reglu þegar kemur að svona ferðalögum; að allt sem geti farið úrskeiðis fari yfirleitt úrskeiðis. „Það á eftir að kosta mikla vinnu til að þetta verði í lagi og það er að mörgu að huga." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
„Það var kominn tími til að reyna sig við gamanleik, eftir að hafa verið í svona „léttmeti" eins og Hamskiptunum og Fást," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið hyggst setja upp sýningu sem verður í eilítið öðruvísi dúr en aðrar sýningar hópsins. Um er að ræða farsakenndan gamanleik um húsmóðurshlutverkið á Íslandi. Verkið er glænýtt, skrifað af þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg, Jóhanni Níels og Gísla Erni. Þetta verður í fyrsta skipti sem hópurinn tekst á við frumsamið verk eftir sjálfan sig. „Undantekningin er náttúrlega söngleikurinn Ást en við lékum ekki í honum. Núna er annað uppá teninginum." Gísli segir að þetta sé í takt við stefnu leikhópsins, þau vilji ögra sjálfum sér og virkja leikhúsformið í botn. „Núna ætlum við að setja húsmóðurshlutverkið í farsakenndan stíl og ýta sjálfum okkur út á ystu nöf," segir Gísli en sýningar Vesturports hafa hingað til ekki verið beint fyrir lofthrædda. Og ef marka má lýsingar Gísla verður engin breytingar þar á, fólk mun jafnvel falla á milli hæða. „Ég veit ekki hvað þetta er, við erum skíthrædd við þetta, þetta er einhver sjálfseyðingarhvöt, að vera ung og hugsa að þá sé um að gera að þenja sig í botn. Ég er eiginlega alveg með hnút í maganum yfir þessu." Gísli segir að hugmyndin að verkinu hafi kviknað í kringum fréttir af mansali og vændi á Íslandi. „Þetta var á þeim tíma þar sem við veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera næst. Og í kjölfarið vildum við fjalla um húsmóður sem er ekki öll þar sem hún er séð og hvað það þýðir að vera húsmóðir. Þetta er kannski það starf sem við heyrum hvað minnst um," útskýrir Gísli og bætir því við að verkið bjóði uppá mikla karaktersköpun en áætluð frumsýning er í apríl 2011. En þangað til að þessi sýning fer á fjalir Borgarleikhússins er hópurinn í óða önn að undirbúa afmælissýningu Fást í Young Vic-leikhúsinu sem fagnar fjörtíu ára afmæli í ár. Gísli segir þau vera að undirbúa sig andlega undir gullna reglu þegar kemur að svona ferðalögum; að allt sem geti farið úrskeiðis fari yfirleitt úrskeiðis. „Það á eftir að kosta mikla vinnu til að þetta verði í lagi og það er að mörgu að huga." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira