Erlent

Gates íhugar að hætta að ári

Robert Gates Hefur verið varnarmálaráðherra frá 2006.fréttablaðið/AP
Robert Gates Hefur verið varnarmálaráðherra frá 2006.fréttablaðið/AP

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst láta af embætti á næsta ári.

Í viðtali segir hann það skynsamlega tímasetningu, því þá geti hann haft umsjón með þeirri stórsókn gegn talibönum sem er í undirbúningi en samt hætt tímanlega áður en forsetakosningar verða á ný árið 2012. Gates er repúblikani og hefur verið varnarmálaráðherra síðan 2006, þegar George W. Bush var enn forseti, en hélt áfram þótt Barack Obama tæki við völdum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×