Innlent

Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyjafjallajökull. Mynd/ Vilhelm.
Eyjafjallajökull. Mynd/ Vilhelm.

Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum.

Magnús Tumi Guðmundsson, sérfræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir að upptök skjálftanna mælist undir toppi Eyjafjallajökuls. Það kunni að vera að um gosóróa sé að ræða þannig að skjálftarnir marki upphaf að nýju eldgosi.

Eins og fréttastofa greindi frá í dag er hætt að gjósa úr gossprungunum sem opnuðust á Fimmvörðuhálsi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×