Erlent

Chernobyl opnað ferðamönnum

Óli Tynes skrifar
Kjarnaofn númer 4 eftir sprenginguna.
Kjarnaofn númer 4 eftir sprenginguna.
Yfirvöld í Úkraínu ætla á næsta ári að opna Chernobyl kjarnorkuverið fyrir ferðamenn. Lysthafendur geta þá skoðað vettvang versta kjarnorkuslyss sögunnar (Enn sem komið er) og reikað um rústir orkuversins. Verið er að reisa nýja skel utan um rústirnar af kjarnaofni númer fjögur, sem sprakk í loft upp 26 apríl árið 1986.

Geislavirkt ryk lagðist yfir stóran hluta af norðanverðri Evrópu. Hundruð þúsunda manna sem bjuggu í grennd við Chernobyl voru fluttir búferlum á svæði sem talin voru ómenguð af geislavirkni. Margir eiga þó enn við mikinn heilsuvanda að stríða og skelfilega vansköpuð börn fæðast enn í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×