Einföld lausn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. nóvember 2010 05:30 Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferðamanna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð, skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúruperlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúruperlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferðamanna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð, skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúruperlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun