Lífið

Patti minntist Hróarskelduslyssins

Patti Smith dreifði rósum til að minnast ungmennanna níu sem létu lífið í troðningi á Hróarskelduhátíðinni fyrir tíu árum.
Patti Smith dreifði rósum til að minnast ungmennanna níu sem létu lífið í troðningi á Hróarskelduhátíðinni fyrir tíu árum. Fréttablaðið/afp

Tíu ár eru síðan örlagaríka júníkvöldið á Hróarskelduhátíðinni átti sér stað og níu ungmenni tróðust undir á Pearl Jam-tónleikum.

Tónlistarhátíðin, sem haldin er þessa helgina í Danmörku, ber merki þessara tímamóta og á fimmtudagskvöldið hélt söngkonan og pönkarinn Patti Smith minningarstund fyrir gesti hátíðarinnar.

Slysið er það hrikalegasta í sögu hátíðarinnar sem er haldin í 39. skiptið í ár. Atburðarásin í aðdraganda slyssins var dramatísk og setti sitt spor á tónleikagesti og tónleikahald komandi ára.

Það var tilfinningaþrungin stund þegar Patti Smith steig á svið með níu rósir fanginu, ein fyrir hvern látinn, og kastaði niður sviðið og hrópaði „þeir látnu lifa áfram í huga ykkar. Lifi Hróarskelda!"

Á hátíðinni stíga tvær íslenskar hljómsveitir á svið, FM Belfast og Sólstafir, en aðalnúmerin eru meðal annars hljómsveitirnar Muse og Gorillaz.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.