Innlent

Sódóma besta íslenska myndin

sódóma Óskar Jónasson, leikstjóri þeirrar íslensku kvikmyndar sem flestum svarendum skoðanakönnunar Fréttablaðsins þykir sú besta.fréttablaðið/gva
sódóma Óskar Jónasson, leikstjóri þeirrar íslensku kvikmyndar sem flestum svarendum skoðanakönnunar Fréttablaðsins þykir sú besta.fréttablaðið/gva

Sódóma Reykjavík, fyrsta kvikmynd leikstjórans Óskars Jónassonar frá árinu 1992, er besta íslenska kvikmyndin samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í síðustu viku.

Óskar segir niðurstöðuna koma sér nokkuð á óvart, enda hafi Sódóma Reykjavík ekki verið talin til listrænna kvikmynda í gegnum tíðina.

Við gerð hennar hafi höfuðáherslan verið lögð á skemmtanagildið.

„En mér þykir vænt um þessa mynd og hef alltaf haft mikla trú á henni,“ segir Óskar.

Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, en alls tóku 72,3 prósent afstöðu til spurningarinnar.

Nánar verður fjallað um niðurstöðu könnunarinnar um bestu íslensku kvikmyndina í helgarblaði Fréttablaðsins.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×