Alþingi niðurlægt Hjörtur Hjartarson skrifar 21. september 2010 06:00 Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, síst af öllu persónuleg kynni. Alþingi er vettvangur almannahagsmuna. Eftir að níumannanefndin skilaði skýrslu sinni komu fram raddir um að sú málsmeðferð sem landsdómur gerir ráð fyrir, og kveðið er á um í lögum og stjórnarskrá, sé brot á mannréttindum. Eru þær raddir trúverðugar? Sérdómstólar sem svipar til landsdóms finnast víða í vestrænum ríkjum, og er danski Rigsretten nærtækur til samanburðar. Engir þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir níumannanefndina höfðu efasemdir um að landsdómur stæðist almenn mannréttindi. Sama er að segja um Sigurð Líndal lagaprófessor og Ásmund Helgason, fyrrverandi yfirlögfræðing Alþingis. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, sagði á Alþingi: „Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi." Síðbúnar athugasemdir um að landsdómur standist ekki almenn mannréttindi eru í besta falli hæpnar. Á svo hæpnum forsendum er óréttlætanlegt að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá. Væntanlega verður krafist frávísunar fyrir landsdómi með skírskotun til mannréttinda. Það er eina réttlætanlega leiðin að fara, verði fyrrum ráðherrar ákærðir. Að standa öðruvísi að málum væri hrein ögrun við almenning í landinu og stórslys. Það væri staðfesting á algerri undirgefni Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Með því væri Alþingi niðurlægt. Skömm íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er mikil. Flokkarnir hafa, allir sem einn, þóst eiga Alþingi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa á síðari árum dregið nafn og virðingu þingsins ofan í svaðið þannig að þess finnast engin fordæmi frá því Alþingi var endurreist. Ætli þingmenn nú að víkja til hliðar bæði almennum lögum og stjórnarskrá, til þess að verja meint stjórnarskrárbrot fyrrum ráðherra, þá er komið nóg. Þá er tímabært að almenningur láti til sín taka og reki þetta lið af höndum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, síst af öllu persónuleg kynni. Alþingi er vettvangur almannahagsmuna. Eftir að níumannanefndin skilaði skýrslu sinni komu fram raddir um að sú málsmeðferð sem landsdómur gerir ráð fyrir, og kveðið er á um í lögum og stjórnarskrá, sé brot á mannréttindum. Eru þær raddir trúverðugar? Sérdómstólar sem svipar til landsdóms finnast víða í vestrænum ríkjum, og er danski Rigsretten nærtækur til samanburðar. Engir þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir níumannanefndina höfðu efasemdir um að landsdómur stæðist almenn mannréttindi. Sama er að segja um Sigurð Líndal lagaprófessor og Ásmund Helgason, fyrrverandi yfirlögfræðing Alþingis. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, sagði á Alþingi: „Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi." Síðbúnar athugasemdir um að landsdómur standist ekki almenn mannréttindi eru í besta falli hæpnar. Á svo hæpnum forsendum er óréttlætanlegt að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá. Væntanlega verður krafist frávísunar fyrir landsdómi með skírskotun til mannréttinda. Það er eina réttlætanlega leiðin að fara, verði fyrrum ráðherrar ákærðir. Að standa öðruvísi að málum væri hrein ögrun við almenning í landinu og stórslys. Það væri staðfesting á algerri undirgefni Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Með því væri Alþingi niðurlægt. Skömm íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er mikil. Flokkarnir hafa, allir sem einn, þóst eiga Alþingi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa á síðari árum dregið nafn og virðingu þingsins ofan í svaðið þannig að þess finnast engin fordæmi frá því Alþingi var endurreist. Ætli þingmenn nú að víkja til hliðar bæði almennum lögum og stjórnarskrá, til þess að verja meint stjórnarskrárbrot fyrrum ráðherra, þá er komið nóg. Þá er tímabært að almenningur láti til sín taka og reki þetta lið af höndum sér.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun