Loksins sigurleikur hjá Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2010 21:45 Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa. Skroll-Íþróttir Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Sjá meira
Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa.
Skroll-Íþróttir Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Sjá meira