Körfubolti

Dunleavy hættur sem þjálfari LA Clippers

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mike Dunleavy.
Mike Dunleavy. Nordic photos/AFP

Körfuboltaþjálfarinn Mike Dunleavy hefur ákveðið að víkja sem þjálfari NBA-deildarliðsins LA Clippers en ESPN greindi frá þessu í gærkvöldi.

Kim Hughes mun stýra liðinu til bráðabirgða þangað til annar þjálfari finnst en Dunleavy mun þó halda áfram að vinna fyrir félagið.

Nú eru 32 leikir eftir af tímabilinu og Clippers er í tólfta sæti Vesturdeildarinnar, sjö sigrum frá sæti í úrslitakeppninni.

„Ég er búinn að eiga mörg samtöl við eigandann um hvað sé best fyrir félagið. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir mig að vinna frekar á bakvið tjöldið að því að hjálpa félaginu að finna nýja leikmenn og annað slíkt og að liðið fái þá frekar nýja rödd inn í búningsklefann," segir Dunleavy en þjálfaði áður fyrir utan Clippers, LA Lakers, Milwaukee Bucks og Portland Trail Blazers í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×