Síðast gaus í tvö ár 14. apríl 2010 13:09 Gufustrókurinn í gosinu sem hófst í Eyjafjallajökli í morgun sést vel frá Vestmannaeyjum. Mynd/Ólafur Óskar Stefánsson Lítið er vitað um gossögu Eyjafjallajökuls og er einungis vitað um tvö gos á sögulegum tíma í jöklinum. Það fyrra varð árið 1612 og það seinna 1821 til 1823. Gosið sem hófst 20. mars sl. á Fimmvörðuhálsi var austan við jökulinn. Fram kemur á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands að litlar heimildir séu um gosið árið 1612 en nokkrar um gosið á 19. öld. Þar segir að bæði virðast hafa verið fremur lítil. Gosið 1821 til 1823 varð í tindi fjallsins, að því er virðist í norðvesturhluta öskjunnar. Jökulhlaup komu undan Gígjökli meðan á gosinu stóð.Loftmynd af hæsta hluta Eyjafjallajökuls frá 6. ágúst 1994. Norður er upp. Myndin er tekin af vefsvæði Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hægt er að sjá myndina í stærri upplausn með því að smella á hana.Eyjafjallajökull er eitt stærsta eldfjall á Íslandi og eitt af fáum sem flokka má sem eldkeilu, en sú gerð eldfjalla er algeng víða um heim. Fjallið er um 1660 metra hátt og ílangt austur-vestur. Undirhlíðarnar eru brattar og að miklu leyti gerðar úr móbergi frá jökulskeiðum. Ofan 500 til 600 metra er brattinn minni, að fram kemur á vef Jarðvísindastofnunnar. Ofan 900 til 1000 metra hæðar er fjallið þakið jökli. Efst á Eyjafjallajökli er lítil askja, svokallaður sigketill, 2-2,5 kílómetra í þvermál. Askjan er þakin jökli en eftir ummerkjum að dæma er hún grunn. Á vef Jarðvísindastofnunnar segir að askjan sé opin norðurátt þar sem brattur skriðjökull, Gígjökull, fellur niður á láglendi. Nokkrir klettar standa upp úr jöklinum á börmum öskjunnar. Þeirra á meðal eru Innri og Fremri Skoltur, Goðasteinn, Guðnasteinn og Hámundur sem er hæsti tindur jökulsins.Kort Landmælinga Íslands af Eyjafjallajökli. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Gosið hefur áhrif á flug Gosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á millilandaflug en flug til og frá Íslandi mun þó ekki liggja niðri. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að miðað við veðurspár mun öskusvæðið ná alla leið til Noregs. Flugleið Icelandair til Noregs muni breytast en flugið ekki falla niður. 14. apríl 2010 10:49 Blaðamönnum snúið við nærri Moshvoli Blaðamönnum var snúið við um kílómeter frá Moshvoli vegna umbrotanna í Eyjafjallajökli. Blaðamenn hafa fylgst grannt með umbrotunum en hætta fylgir gosi af þessu tagi. Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á leiðinni inn í Þórsmörk í fylgd með lögreglunni. Lögreglumennirnir tóku hins vegar enga áhættu og sneru þeim við. 14. apríl 2010 08:18 Mikið mistur yfir Eyjafjallajökli Enn sést ekkert til gossins í Eyjafjallajökli. Skjálftahrina hófst í jöklinum um ellefuleytið í gærkvöld og um fjögurleytið í nótt bárust þær upplýsingar frá Veðurstofunni að mælar bentu til þess að gos væri hafið. 14. apríl 2010 05:45 Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. 14. apríl 2010 03:48 Gera skarð í hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrú Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markarfljótsbrú. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að þetta sé gert til að reyna að verja Markafljótsbrú fyrir hlaupinu sem nú kemur niður vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 14. apríl 2010 11:29 Gos staðfest í Eyjafjallajökli - gufubólstrar sjást Tvær tilkynningar hafa borist um gufubólstra fyrir ofan Eyjafjallajökul frá flugvélum. Önnur vélin var 40 mílur í suðri og sá bólstra í hánorðri. Hin var 60 mílur fyrir norðaustan jökul og sá bólstra í suðvestur átt. 14. apríl 2010 07:13 Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. 14. apríl 2010 03:57 Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum. 14. apríl 2010 01:27 Myndir af gosstöðinni Hér má sjá myndir úr vefmyndavél sem staðsett er á Dufþaksbraut á Hvolsvelli. Nú er talið fullvíst að gos sé hafi í Eyjafjallajökli sem eigi upptök sín í miðbungu jökulsins. 14. apríl 2010 09:42 Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti. 14. apríl 2010 03:07 Flugsamgöngur samkvæmt áætlun Að óbreyttu munu flugsamgöngur haldast samkvæmt áætlun þrátt fyrir að merki hafi sést um að gos sé hafið í Eyjafjallajökli. Þrátt fyrir að merkin hafi sést á mælum Veðurstofunnar hafa menn ekki séð gosið. Þá bendir heldur ekkert til að hlaup sé hafið í ám. 14. apríl 2010 06:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Lítið er vitað um gossögu Eyjafjallajökuls og er einungis vitað um tvö gos á sögulegum tíma í jöklinum. Það fyrra varð árið 1612 og það seinna 1821 til 1823. Gosið sem hófst 20. mars sl. á Fimmvörðuhálsi var austan við jökulinn. Fram kemur á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands að litlar heimildir séu um gosið árið 1612 en nokkrar um gosið á 19. öld. Þar segir að bæði virðast hafa verið fremur lítil. Gosið 1821 til 1823 varð í tindi fjallsins, að því er virðist í norðvesturhluta öskjunnar. Jökulhlaup komu undan Gígjökli meðan á gosinu stóð.Loftmynd af hæsta hluta Eyjafjallajökuls frá 6. ágúst 1994. Norður er upp. Myndin er tekin af vefsvæði Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hægt er að sjá myndina í stærri upplausn með því að smella á hana.Eyjafjallajökull er eitt stærsta eldfjall á Íslandi og eitt af fáum sem flokka má sem eldkeilu, en sú gerð eldfjalla er algeng víða um heim. Fjallið er um 1660 metra hátt og ílangt austur-vestur. Undirhlíðarnar eru brattar og að miklu leyti gerðar úr móbergi frá jökulskeiðum. Ofan 500 til 600 metra er brattinn minni, að fram kemur á vef Jarðvísindastofnunnar. Ofan 900 til 1000 metra hæðar er fjallið þakið jökli. Efst á Eyjafjallajökli er lítil askja, svokallaður sigketill, 2-2,5 kílómetra í þvermál. Askjan er þakin jökli en eftir ummerkjum að dæma er hún grunn. Á vef Jarðvísindastofnunnar segir að askjan sé opin norðurátt þar sem brattur skriðjökull, Gígjökull, fellur niður á láglendi. Nokkrir klettar standa upp úr jöklinum á börmum öskjunnar. Þeirra á meðal eru Innri og Fremri Skoltur, Goðasteinn, Guðnasteinn og Hámundur sem er hæsti tindur jökulsins.Kort Landmælinga Íslands af Eyjafjallajökli.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Gosið hefur áhrif á flug Gosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á millilandaflug en flug til og frá Íslandi mun þó ekki liggja niðri. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að miðað við veðurspár mun öskusvæðið ná alla leið til Noregs. Flugleið Icelandair til Noregs muni breytast en flugið ekki falla niður. 14. apríl 2010 10:49 Blaðamönnum snúið við nærri Moshvoli Blaðamönnum var snúið við um kílómeter frá Moshvoli vegna umbrotanna í Eyjafjallajökli. Blaðamenn hafa fylgst grannt með umbrotunum en hætta fylgir gosi af þessu tagi. Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á leiðinni inn í Þórsmörk í fylgd með lögreglunni. Lögreglumennirnir tóku hins vegar enga áhættu og sneru þeim við. 14. apríl 2010 08:18 Mikið mistur yfir Eyjafjallajökli Enn sést ekkert til gossins í Eyjafjallajökli. Skjálftahrina hófst í jöklinum um ellefuleytið í gærkvöld og um fjögurleytið í nótt bárust þær upplýsingar frá Veðurstofunni að mælar bentu til þess að gos væri hafið. 14. apríl 2010 05:45 Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. 14. apríl 2010 03:48 Gera skarð í hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrú Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markarfljótsbrú. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að þetta sé gert til að reyna að verja Markafljótsbrú fyrir hlaupinu sem nú kemur niður vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 14. apríl 2010 11:29 Gos staðfest í Eyjafjallajökli - gufubólstrar sjást Tvær tilkynningar hafa borist um gufubólstra fyrir ofan Eyjafjallajökul frá flugvélum. Önnur vélin var 40 mílur í suðri og sá bólstra í hánorðri. Hin var 60 mílur fyrir norðaustan jökul og sá bólstra í suðvestur átt. 14. apríl 2010 07:13 Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. 14. apríl 2010 03:57 Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum. 14. apríl 2010 01:27 Myndir af gosstöðinni Hér má sjá myndir úr vefmyndavél sem staðsett er á Dufþaksbraut á Hvolsvelli. Nú er talið fullvíst að gos sé hafi í Eyjafjallajökli sem eigi upptök sín í miðbungu jökulsins. 14. apríl 2010 09:42 Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti. 14. apríl 2010 03:07 Flugsamgöngur samkvæmt áætlun Að óbreyttu munu flugsamgöngur haldast samkvæmt áætlun þrátt fyrir að merki hafi sést um að gos sé hafið í Eyjafjallajökli. Þrátt fyrir að merkin hafi sést á mælum Veðurstofunnar hafa menn ekki séð gosið. Þá bendir heldur ekkert til að hlaup sé hafið í ám. 14. apríl 2010 06:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Gosið hefur áhrif á flug Gosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á millilandaflug en flug til og frá Íslandi mun þó ekki liggja niðri. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að miðað við veðurspár mun öskusvæðið ná alla leið til Noregs. Flugleið Icelandair til Noregs muni breytast en flugið ekki falla niður. 14. apríl 2010 10:49
Blaðamönnum snúið við nærri Moshvoli Blaðamönnum var snúið við um kílómeter frá Moshvoli vegna umbrotanna í Eyjafjallajökli. Blaðamenn hafa fylgst grannt með umbrotunum en hætta fylgir gosi af þessu tagi. Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á leiðinni inn í Þórsmörk í fylgd með lögreglunni. Lögreglumennirnir tóku hins vegar enga áhættu og sneru þeim við. 14. apríl 2010 08:18
Mikið mistur yfir Eyjafjallajökli Enn sést ekkert til gossins í Eyjafjallajökli. Skjálftahrina hófst í jöklinum um ellefuleytið í gærkvöld og um fjögurleytið í nótt bárust þær upplýsingar frá Veðurstofunni að mælar bentu til þess að gos væri hafið. 14. apríl 2010 05:45
Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. 14. apríl 2010 03:48
Gera skarð í hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrú Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markarfljótsbrú. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að þetta sé gert til að reyna að verja Markafljótsbrú fyrir hlaupinu sem nú kemur niður vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 14. apríl 2010 11:29
Gos staðfest í Eyjafjallajökli - gufubólstrar sjást Tvær tilkynningar hafa borist um gufubólstra fyrir ofan Eyjafjallajökul frá flugvélum. Önnur vélin var 40 mílur í suðri og sá bólstra í hánorðri. Hin var 60 mílur fyrir norðaustan jökul og sá bólstra í suðvestur átt. 14. apríl 2010 07:13
Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. 14. apríl 2010 03:57
Hús rýmd undir Eyjafjallajökli vegna skjálftahrinu Jarðskjálftahrina hófst undir Eyjafjallajökli um ellefuleytið í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið rýmingu á svæðinu og eru hús rýmd alveg að Skógum. 14. apríl 2010 01:27
Myndir af gosstöðinni Hér má sjá myndir úr vefmyndavél sem staðsett er á Dufþaksbraut á Hvolsvelli. Nú er talið fullvíst að gos sé hafi í Eyjafjallajökli sem eigi upptök sín í miðbungu jökulsins. 14. apríl 2010 09:42
Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti. 14. apríl 2010 03:07
Flugsamgöngur samkvæmt áætlun Að óbreyttu munu flugsamgöngur haldast samkvæmt áætlun þrátt fyrir að merki hafi sést um að gos sé hafið í Eyjafjallajökli. Þrátt fyrir að merkin hafi sést á mælum Veðurstofunnar hafa menn ekki séð gosið. Þá bendir heldur ekkert til að hlaup sé hafið í ám. 14. apríl 2010 06:05