Merkingarlaust kjaftæði? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. nóvember 2010 14:05 Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun