Fótbolti

Gunnar Heiðar í umspil gegn Kristjáni Erni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Daníel

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Fredrikstad þurfa að fara í umspil um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og mæta þar Kristjáni Erni Sigurðssyni og liði hans, Hönfoss.

Fredrikstad varð í þriðja sæti norsku B-deildarinnar en lokaumferð deildarinnar fer fram í dag. Sogndal og Sarpsborg 08 fara beint upp en fyrrnefnda liðið varð meistari.

Fredrikstad hlaut 50 stig, fjórum minna en Sarpsborg sem varð í öðru sæti. Liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Bryne á útivelli en Gunnar Heiðar var allan leikinn á bekknum hjá Fredrikstad.

Nybergsund, lið Guðmanns Þórissonar, varð í ellefta sæti deildarinnar með 35 stig en liðið tapaði, 3-1, fyrir Mjöndalen á útivelli í dag. Guðmann var ekki í leikmannahópi Nybergsund.

Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar fer fram síðar í dag en ekkert fær því breytt að Hönefoss verður í þriðja neðsta sæti deildarinnar og mætir því Fredrikstad í umspilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×