Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2010 18:30 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jóhanna fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Fram kom í máli Jóhönnu að hún telur rétt sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum úr 12 í níu strax þessu ári. Þá boðaði hún frekari niðurskurð í ríkisfjármálum og telur raunhæft að fækka ríkisstofnunum úr 200 í 120 á næstu tveimur til þremur árum. Meðal annars með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu þeirra á milli. "Óhætt er að segja að hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Jóhanna sagði að útgerðarmenn væru að reyna fella ríkisstjórnina með allsherjar áróðursstríði. Hún sakaði þá ennfremur um að ógna stöðugleikanum í samfélaginu til að koma í veg fyrir allar breytingar á kvótakerfinu. "Útgerðarmenn hafa svarað öllum tillögum stjórnvalda með hótunum. Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum." Jóhanna gagnrýndi Framsókn og Sjálfstæðisflokk sérstaklega. "Okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbrot einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum" Hún sagði að sjálfstæðismenn ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Enn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki treyst sér til þess að gera grein fyrir fjárframlögum sem hann fékk á tímum þegar stórir hagsmunaaðilar voru á höttunum eftir eignum ríkisins," sagði Jóhanna en Sjálfstæðisflokkurinn hélt um 150 nöfnum styrktaraðila leyndum af þeim sem styrktu flokkinn. Í þessu ljósi verði að rannsaka einkavæðingu bankanna sérstaklega "Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jóhanna fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Fram kom í máli Jóhönnu að hún telur rétt sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum úr 12 í níu strax þessu ári. Þá boðaði hún frekari niðurskurð í ríkisfjármálum og telur raunhæft að fækka ríkisstofnunum úr 200 í 120 á næstu tveimur til þremur árum. Meðal annars með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu þeirra á milli. "Óhætt er að segja að hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Jóhanna sagði að útgerðarmenn væru að reyna fella ríkisstjórnina með allsherjar áróðursstríði. Hún sakaði þá ennfremur um að ógna stöðugleikanum í samfélaginu til að koma í veg fyrir allar breytingar á kvótakerfinu. "Útgerðarmenn hafa svarað öllum tillögum stjórnvalda með hótunum. Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum." Jóhanna gagnrýndi Framsókn og Sjálfstæðisflokk sérstaklega. "Okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbrot einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum" Hún sagði að sjálfstæðismenn ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Enn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki treyst sér til þess að gera grein fyrir fjárframlögum sem hann fékk á tímum þegar stórir hagsmunaaðilar voru á höttunum eftir eignum ríkisins," sagði Jóhanna en Sjálfstæðisflokkurinn hélt um 150 nöfnum styrktaraðila leyndum af þeim sem styrktu flokkinn. Í þessu ljósi verði að rannsaka einkavæðingu bankanna sérstaklega "Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent