Naomi í blóðdemantaflækju hjá Alþjóðadómstólnum 23. apríl 2010 11:19 Menn stríðsherrans eru sagðir hafa afhent fyrirsætunni blóðdemant um miðja nótt. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu. Lífið Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu.
Lífið Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Sjá meira