Júlía Margrét Alexandersdóttir: Alþjóðlegt dömp Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 14. maí 2010 06:00 Á heimilinu hafa verið gerðar hundrað tilraunir til að hætta að reykja. Enn á ný stendur tilraun yfir, við illan leik. Heimilisfaðirinn, sem ég elskaði einu sinni svo blint að ég leyfði honum að reykja ofan í baðkerinu með öskubakka á Habitat-grind, gerir yfirleitt áhlaup á sumrin, einhvern tímann í kringum varptímann. Kannski af því eitt sinn kallaði ég hann „dúfuna mína". Sem auðsveip og eftirlátssöm móðir, með kexkökur í öllum vösum, tilbúin til að skrúfa í sundur jarðmöndulinn fyrir hann, mændi ég upp í reykinn, tæmdi öskubakkana samviskusamlega og tékkaði hvort hann ætti ekki örugglega nóg í pakkanum. Hann fékk að raka sig í stofunni og þegar hann talaði fannst mér hvert orð sem hann sagði stórkostlegt. Hefði hann beðið um að fá að vera bara í náttfötunum í fínum veislum hefði ég leyft honum að ganga um í mjúkum slopp í staðinn fyrir að vera í þröngum og óþægilegum jakkafötum. Ástin er blind, bragðdauf og heyrnarlaus. Hún leyfir ástmanninum að setja skóna sína upp á eldhúsborð og þíða svínahakk við hliðina á silkitrefli úr Kisunni. Í öllum nýjum samböndum er allt svo æðislegt og það má allt. Þetta er falska tímabilið og þegar fólk er á falska tímabilinu er enginn heiðarlegur. Þótt mér þyki hann enn þá skemmtilegur og fyndinn læt ég það skýrt og berlega í ljós, nú fimm árum síðar, að ég vildi helst að hann rakaði sig úti á svölum og banna honum hiklaust að koma inn í stofu ef gömlu bekkjarsysturnar úr fínu húsunum í Árbænum eru að koma í heimsókn. Hann má ekki einu sinni drekka nýmjólk fyrir framan fallegu hillurnar mínar, annars grætur hönnunarguðinn inni í mér. Smá sýndardansleikur gengur kannski upp í málefnum ástarinnar en það er kannski minna sigurstranglegt þegar kemur að fjármálunum þar sem það hefur sýnt sig að ástin endist ekki ef sverfa fer að. Fyrir nokkrum árum hefði hver einasti nýútskrifaði viðskiptafræðingur gefið eyra til að fá Sigga Einars heim í kaffi. Í dag myndi Lalli Johns ekki einu sinni lána honum hárkollu til að fela hann. Ástarþokunni hefur létt í nágrenni bankanna og bankastjórunum og útrásarvíkingunum sem við elskuðum er ekki einu sinni forðað inn á Keisarann. Sambandsslitin eru opinber, ástmönnunum er sagt upp á netinu og hinsta kveðjan er meira að segja alþjóðleg þar sem ort er á heimasíðu Interpol. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Á heimilinu hafa verið gerðar hundrað tilraunir til að hætta að reykja. Enn á ný stendur tilraun yfir, við illan leik. Heimilisfaðirinn, sem ég elskaði einu sinni svo blint að ég leyfði honum að reykja ofan í baðkerinu með öskubakka á Habitat-grind, gerir yfirleitt áhlaup á sumrin, einhvern tímann í kringum varptímann. Kannski af því eitt sinn kallaði ég hann „dúfuna mína". Sem auðsveip og eftirlátssöm móðir, með kexkökur í öllum vösum, tilbúin til að skrúfa í sundur jarðmöndulinn fyrir hann, mændi ég upp í reykinn, tæmdi öskubakkana samviskusamlega og tékkaði hvort hann ætti ekki örugglega nóg í pakkanum. Hann fékk að raka sig í stofunni og þegar hann talaði fannst mér hvert orð sem hann sagði stórkostlegt. Hefði hann beðið um að fá að vera bara í náttfötunum í fínum veislum hefði ég leyft honum að ganga um í mjúkum slopp í staðinn fyrir að vera í þröngum og óþægilegum jakkafötum. Ástin er blind, bragðdauf og heyrnarlaus. Hún leyfir ástmanninum að setja skóna sína upp á eldhúsborð og þíða svínahakk við hliðina á silkitrefli úr Kisunni. Í öllum nýjum samböndum er allt svo æðislegt og það má allt. Þetta er falska tímabilið og þegar fólk er á falska tímabilinu er enginn heiðarlegur. Þótt mér þyki hann enn þá skemmtilegur og fyndinn læt ég það skýrt og berlega í ljós, nú fimm árum síðar, að ég vildi helst að hann rakaði sig úti á svölum og banna honum hiklaust að koma inn í stofu ef gömlu bekkjarsysturnar úr fínu húsunum í Árbænum eru að koma í heimsókn. Hann má ekki einu sinni drekka nýmjólk fyrir framan fallegu hillurnar mínar, annars grætur hönnunarguðinn inni í mér. Smá sýndardansleikur gengur kannski upp í málefnum ástarinnar en það er kannski minna sigurstranglegt þegar kemur að fjármálunum þar sem það hefur sýnt sig að ástin endist ekki ef sverfa fer að. Fyrir nokkrum árum hefði hver einasti nýútskrifaði viðskiptafræðingur gefið eyra til að fá Sigga Einars heim í kaffi. Í dag myndi Lalli Johns ekki einu sinni lána honum hárkollu til að fela hann. Ástarþokunni hefur létt í nágrenni bankanna og bankastjórunum og útrásarvíkingunum sem við elskuðum er ekki einu sinni forðað inn á Keisarann. Sambandsslitin eru opinber, ástmönnunum er sagt upp á netinu og hinsta kveðjan er meira að segja alþjóðleg þar sem ort er á heimasíðu Interpol.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun