Fótbolti

Mótherjar Liverpool búnir að ráða sér ísraelskan þjálfara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Unirea Urziceni hlusta á gamla þjálfarann sinn.
Leikmenn Unirea Urziceni hlusta á gamla þjálfarann sinn. Mynd/AFP

Rúmenska liðið Unirea Urziceni, sem mætir Liverpool í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar, réði sér í gær þjálfara sem mun taka við af Dan Petrescu.

Ísraelinn Ronny Levy mun taka við liði Unirea Urziceni en hinn 43 ára gamli Levy er fyrrum landsliðsmiðjumaður Ísraels og var áður þjálfari hjá Maccabi Haifa.

Petrescu hætti snögglega með liðið og réði sig til rússneska 2. deildarliðsins Kuban Krasnodar en þessi fyrrum leikmaður Chelsea hafði gert frábæra hluti með Unirea á stuttum tíma.

Ronny Levy fær 600 þúsund dollara fyrir eins og hálfs árs samning sinn við rúmenska liðið sem eru rúmar 75 milljónir íslenskra króna.

Levy gerði Maccabi Haifa að ísraelskum meisturum þrjú ár í röð frá 2004 til 2006 en hætti með liðið eftir að Maccabi Haifa endaði í 5. sæti næstu tvö tímabil á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×