Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. desember 2010 11:00 Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. LeBron James mætti aftur á móti mjög beittur til leiks og landaði þrefaldri tvennu. Var með 27 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Chris Bosh var með 24 stig og 13 fráköst og Dwyane Wade skilaði 18 stigum og 6 stoðsendingum. Kobe og Pau Gasol voru báðir með 17 stig hjá Lakers en besti maður liðsins var Lamar Odom með 14 stig og 9 fráköst. Það er einhver smá krísa hjá Lakers því liðið lét Milwaukee einnig niðurlægja sig á heimavelli fyrir nokkrum dögum síðan. "Ég held að þessir leikir skipti andstæðinga okkar meira máli. Ég er ekki hrifinn af því," sagði Kobe svekktur í leikslok. "Við erum alltaf lélegir á jólunum. Við erum ekki nógu grimmir í þessum jólaleikjum." Orlando Magic er að spila mjög vel eftir að hafa fengið til sín nýja leikmenn. Tveim dögum eftir að liðið batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Boston sem var búið að vinna 14 leiki í röð. Lokakaflinn var ótrúlegur en hann vann Orlando, 15-1. Það er búið að vera meiðslavesen á Boston og liðið virkaði afar þreytt þegar mest á reyndi í leiknum. "Ég veit ekki hvort meiðslin séu farin að há okkur en menn virkuðu samt vissulega þreyttir. Við erum samt ekkert að fara að væla," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Úrslit næturinnar: LA Lakers-Miami 96-80 NY Knicks-Chicago 103-95 Orlando-Boston 86-78 Oklahoma-Denver 114-106 Golden State-Portland 109-102 NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. LeBron James mætti aftur á móti mjög beittur til leiks og landaði þrefaldri tvennu. Var með 27 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Chris Bosh var með 24 stig og 13 fráköst og Dwyane Wade skilaði 18 stigum og 6 stoðsendingum. Kobe og Pau Gasol voru báðir með 17 stig hjá Lakers en besti maður liðsins var Lamar Odom með 14 stig og 9 fráköst. Það er einhver smá krísa hjá Lakers því liðið lét Milwaukee einnig niðurlægja sig á heimavelli fyrir nokkrum dögum síðan. "Ég held að þessir leikir skipti andstæðinga okkar meira máli. Ég er ekki hrifinn af því," sagði Kobe svekktur í leikslok. "Við erum alltaf lélegir á jólunum. Við erum ekki nógu grimmir í þessum jólaleikjum." Orlando Magic er að spila mjög vel eftir að hafa fengið til sín nýja leikmenn. Tveim dögum eftir að liðið batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Boston sem var búið að vinna 14 leiki í röð. Lokakaflinn var ótrúlegur en hann vann Orlando, 15-1. Það er búið að vera meiðslavesen á Boston og liðið virkaði afar þreytt þegar mest á reyndi í leiknum. "Ég veit ekki hvort meiðslin séu farin að há okkur en menn virkuðu samt vissulega þreyttir. Við erum samt ekkert að fara að væla," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Úrslit næturinnar: LA Lakers-Miami 96-80 NY Knicks-Chicago 103-95 Orlando-Boston 86-78 Oklahoma-Denver 114-106 Golden State-Portland 109-102
NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum