Umfjöllun: Katrín skoraði í 100. landsleiknum - Öruggur 3-0 sigur Hjalti Þór Hreinsson á Laugardalsvelli skrifar 22. júní 2010 21:54 Hólmfríður skoraði tvö í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Ísland vann Króatíu 3-0 í undankeppni HM í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir eitt, í sínum 100. landsleik. Íslenska landsliðið hefur nú leikið níu leiki á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, unnið þá alla og markatalan er 43-0. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum níu leikjum. Ísland mætir Frakklandi þann 21. ágúst og með 3-0 sigri þar er liðið svo gott sem komið á HM. Það verður þó erfitt verkefni. Íslenska liðið sýndi mikla yfirburði í gær. Í fyrri hálfleik skaut það alls tólf sinnum á markið, helmingur þeirra fór á rammann og tvö þeirra enduðu í netinu. Hólmfríður skallaði í slá eftir horn áður en hún kom íslenska liðinu yfir. Hún fékk boltann við vítateigshornið, lék á eina þrjá varnarmenn áður en hún skoraði gott mark. Ísinn brotinn og króatíska liðið ekki að spila vel. Hólmfríður skoraði aftur undir lok hálfleiksins, skömmu áður hafði Dóra María skotið í slá. Hólmfríður fékk langa sendingu fram og virtist snerta varnarmann og var allt í einu ein gegn Ivönu markmanni. Hún þrumaði boltanum í netið og skoraði örugglega. 2-0 í hálfleik en þjálfarar Króatíu sýndu mikla vanvirðingu eftir markið. Þjálfarinn grýtti vatnsflösku í jörðina og öskraði á dómarann og íslenskan fjórða dómara líka. Markmannsþjálfarinn gekk lengst, hún klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum það sem eftir lifði hálfleiks og beið svo eftir henni í höfuðstöðum KSÍ í hálfleik þar sem hún hélt klappinu áfram. Sara Björk byrjaði seinni hálfleikinn á því að skalla í slá og hún skaut í slánna seinna í hálfleiknum. Yfirburðir Íslands héldu áfram út leikinn. Það var frábært að sjá Katrínu Jónsdóttur skora í sínum 100. landsleik. Hún skallaði hornspyrnu í netið og fagnaði vel og innilega. Magnaður árangur hennar kórónaður með fínu marki. Leikurinn fjaraði út og 3-0 sigur niðurstaðan. Íslenska liðið hefði getað skorað mun meira en líkt og gegn Norður-Írum hefði það þurft að vanda sig betur við markið. Ólíklegt er að markatalan muni skipta máli en eftir yfir 40 skot á heimavelli gegn Norður-Írum og Króötum og aðeins fimm mörk er ljóst að liðið hefði getað bætt markatöluna umtalsvert hér. Vinni Ísland lið Frakka 2-0 skiptir markatalan máli en þar hafa Frakkar mikla yfirburði, þeir hafa skoraði 36 mörk og ekki fengið neitt á sig í keppninni, en Ísland er með 26 mörk í plús.Ísland - Króatía 3-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (19.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (42.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (75.)Áhorfendur: 1875.Skot (á mark): 21-3 (9-0)Varin skot: Þóra 0 - Ivana 1Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 11-11Rangstöður: 6-0 Íslenski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Ísland vann Króatíu 3-0 í undankeppni HM í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir eitt, í sínum 100. landsleik. Íslenska landsliðið hefur nú leikið níu leiki á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, unnið þá alla og markatalan er 43-0. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum níu leikjum. Ísland mætir Frakklandi þann 21. ágúst og með 3-0 sigri þar er liðið svo gott sem komið á HM. Það verður þó erfitt verkefni. Íslenska liðið sýndi mikla yfirburði í gær. Í fyrri hálfleik skaut það alls tólf sinnum á markið, helmingur þeirra fór á rammann og tvö þeirra enduðu í netinu. Hólmfríður skallaði í slá eftir horn áður en hún kom íslenska liðinu yfir. Hún fékk boltann við vítateigshornið, lék á eina þrjá varnarmenn áður en hún skoraði gott mark. Ísinn brotinn og króatíska liðið ekki að spila vel. Hólmfríður skoraði aftur undir lok hálfleiksins, skömmu áður hafði Dóra María skotið í slá. Hólmfríður fékk langa sendingu fram og virtist snerta varnarmann og var allt í einu ein gegn Ivönu markmanni. Hún þrumaði boltanum í netið og skoraði örugglega. 2-0 í hálfleik en þjálfarar Króatíu sýndu mikla vanvirðingu eftir markið. Þjálfarinn grýtti vatnsflösku í jörðina og öskraði á dómarann og íslenskan fjórða dómara líka. Markmannsþjálfarinn gekk lengst, hún klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum það sem eftir lifði hálfleiks og beið svo eftir henni í höfuðstöðum KSÍ í hálfleik þar sem hún hélt klappinu áfram. Sara Björk byrjaði seinni hálfleikinn á því að skalla í slá og hún skaut í slánna seinna í hálfleiknum. Yfirburðir Íslands héldu áfram út leikinn. Það var frábært að sjá Katrínu Jónsdóttur skora í sínum 100. landsleik. Hún skallaði hornspyrnu í netið og fagnaði vel og innilega. Magnaður árangur hennar kórónaður með fínu marki. Leikurinn fjaraði út og 3-0 sigur niðurstaðan. Íslenska liðið hefði getað skorað mun meira en líkt og gegn Norður-Írum hefði það þurft að vanda sig betur við markið. Ólíklegt er að markatalan muni skipta máli en eftir yfir 40 skot á heimavelli gegn Norður-Írum og Króötum og aðeins fimm mörk er ljóst að liðið hefði getað bætt markatöluna umtalsvert hér. Vinni Ísland lið Frakka 2-0 skiptir markatalan máli en þar hafa Frakkar mikla yfirburði, þeir hafa skoraði 36 mörk og ekki fengið neitt á sig í keppninni, en Ísland er með 26 mörk í plús.Ísland - Króatía 3-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (19.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (42.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (75.)Áhorfendur: 1875.Skot (á mark): 21-3 (9-0)Varin skot: Þóra 0 - Ivana 1Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 11-11Rangstöður: 6-0
Íslenski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira