Frímann og félagar í útrás 1. október 2010 12:00 norrænt samstarf Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar eða einhver útgáfa af henni fari í útrás til Norðurlandanna. Fréttablaðið/Daníel „Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetningar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandinavískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðvikudagskvöld en þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburðafyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendarinn ku hafa verið nokkur hrifinn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyngbjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunnar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðvikudagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsynlegt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlöndin. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmyndum þáttarins, að sýna Íslendingum fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýninguna, menn voru lengi að frameftir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
„Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetningar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandinavískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðvikudagskvöld en þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburðafyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendarinn ku hafa verið nokkur hrifinn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyngbjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunnar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðvikudagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsynlegt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlöndin. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmyndum þáttarins, að sýna Íslendingum fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýninguna, menn voru lengi að frameftir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira