Átta hugmyndir um að efla norrænt samstarf Svavar Gestsson skrifar 16. desember 2010 06:00 Síðasta þing Norðurlandaráðs, sem haldið var í Reykjavík, var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Umræðan á þinginu var málefnaleg og fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um annað en pappírshauga og móttökur. Eitt af því sem kom til umræðu var sú ákvörðun dönsku stjórnarinnar að vísa úr landi fólki frá öðrum Norðurlöndum sem þarf félagslega aðstoð enda hafi viðkomandi búið í Danmörku skemur en þrjú ár. Ekkert annað ríki á Norðurlöndunum framkvæmir norræna félagsmálasáttmálann með þessum hætti. Það er með öðrum orðum ekkert í norrænum sáttmálum sem bannar ríkjunum að framkvæma þennan sáttmála öðru vísi en Danir gera. Þetta er spurning um pólitískan vilja.Pólitískara samstarf Umræðan um brottvísun fólks frá Danmörku kallar á aðra umræðu, þá, hvort á að gera norræna samstarfið pólitískara en það er. Hversu langt á að ganga í norrænu samstarfi? Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt samstarf er sumpart stirt og þungt í vöfum, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi. Á að gera norrænt samstarf pólitískara en það er? Einn af leiðtogum Norðmanna í Norðurlandaráði, Dagfinn Hoybråten, hefur sett fram þá hugmynd en hún er enn ekki útfærð heldur er hún til umræðu. Í þeirri umræðu finnst mér að það mætti skoða eftirfarandi þætti: 1. Að auka samstarf og jafnvel stuðla að samruna ráðherranefndanna og þingmannastarfsins. Venjan er sú í norrænu samstarfi að þingmennirnir eiga að mynda eins konar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnirnar. Þetta er oft hrein gervistjórnarandstaða vegna þess að oft eru þingmennirnir líka stuðningsmenn ríkisstjórna í landi sínu. Auðvitað! 2. Á hluti af starfsliði ráðherranefndanna í dag að flytjast til landanna, vitaskuld þannig að kostnaðurinn yrði áfram borinn uppi af sameiginlegum sjóðum. En tilgangurinn væri meðal annars sá að færa verkefni Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndanna nær þjóðunum. 3. Öll Norðurlöndin eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Á að stofna sameiginlega Evrópunefnd á vettvangi norræns samstarfs sem sinnir aðlögun Evrópureglna að norrænum reglum þannig að ekki verði til gjár misskilnings og togstreitu að óþörfu við framkvæmd reglnanna? Karin Elleman Jensen hefur sett fram þessa hugmynd en hún er samstarfsráðherra Dana. 4. Sjálfsagt er að auka norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ekki aðeins á milli landanna á norrænu landsvæði heldur við verkefni á alþjóðlegum vettvangi. 5. Hið sama er að segja um samstarf Norðurlandanna við verkefni í þróunarlöndunum. Þar er mikið verk að vinna sem gæti skilað öllum, ekki síst þeim sem taka við aðstoð, mikilvægum ávinningi. 6. Á að stofna samstarfsnefnd á vettvangi Norðurlandaráðs sem hefur formlega yfirsýn yfir norrænt samstarf á alþjóðavettvangi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðavinnumálastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni svo nokkuð sé nefnt? 7. Á að opna fyrir aðild norrænu félaganna að hinu formlega opinbera norræna samstarfi með beinum hætti? Norrænu félögin eru veik, félagsmenn eru fáir. Það þarf að efla félögin. Hér er nefnd hugmynd sem gæti hleypt lífi í þau. 8. Skipulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að rífa niður landamærahindranir milli Norðurlandanna. En sú starfsemi hefur eingöngu beinst að hinu opinbera. Hvað með fyrirtækin? A) Símafyrirtækin þar sem hvert land hefur sitt landsnúmer? B) Hvað með bankana sem tekur þrjá sólarhringa að millifæra fjármuni fólks sem þarf á yfirfærslum að halda? C) Hvað með bílasölur og bílaskráningar? D) Hvað með fasteignaskipti? Þúsundir Dana vinna á Skáni en búa í Danmörku. Þetta fólk þarf að klífa himinbjörg af eyðublöðum við koma sér fyrir. E) Og loks: Hvað með ríkin sjálf eins og í ákvörðunum um óbeina skatta? Hér hafa verið settar fram átta hugmyndir til að hrista upp í norrænu samstarfi til að gera það skilvirkara gagnvart fólkinu. En líka til að gera Norðurlönd sterkari í heiminum - enn sterkri en þau eru í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta þing Norðurlandaráðs, sem haldið var í Reykjavík, var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Umræðan á þinginu var málefnaleg og fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um annað en pappírshauga og móttökur. Eitt af því sem kom til umræðu var sú ákvörðun dönsku stjórnarinnar að vísa úr landi fólki frá öðrum Norðurlöndum sem þarf félagslega aðstoð enda hafi viðkomandi búið í Danmörku skemur en þrjú ár. Ekkert annað ríki á Norðurlöndunum framkvæmir norræna félagsmálasáttmálann með þessum hætti. Það er með öðrum orðum ekkert í norrænum sáttmálum sem bannar ríkjunum að framkvæma þennan sáttmála öðru vísi en Danir gera. Þetta er spurning um pólitískan vilja.Pólitískara samstarf Umræðan um brottvísun fólks frá Danmörku kallar á aðra umræðu, þá, hvort á að gera norræna samstarfið pólitískara en það er. Hversu langt á að ganga í norrænu samstarfi? Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt samstarf er sumpart stirt og þungt í vöfum, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi. Á að gera norrænt samstarf pólitískara en það er? Einn af leiðtogum Norðmanna í Norðurlandaráði, Dagfinn Hoybråten, hefur sett fram þá hugmynd en hún er enn ekki útfærð heldur er hún til umræðu. Í þeirri umræðu finnst mér að það mætti skoða eftirfarandi þætti: 1. Að auka samstarf og jafnvel stuðla að samruna ráðherranefndanna og þingmannastarfsins. Venjan er sú í norrænu samstarfi að þingmennirnir eiga að mynda eins konar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnirnar. Þetta er oft hrein gervistjórnarandstaða vegna þess að oft eru þingmennirnir líka stuðningsmenn ríkisstjórna í landi sínu. Auðvitað! 2. Á hluti af starfsliði ráðherranefndanna í dag að flytjast til landanna, vitaskuld þannig að kostnaðurinn yrði áfram borinn uppi af sameiginlegum sjóðum. En tilgangurinn væri meðal annars sá að færa verkefni Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndanna nær þjóðunum. 3. Öll Norðurlöndin eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Á að stofna sameiginlega Evrópunefnd á vettvangi norræns samstarfs sem sinnir aðlögun Evrópureglna að norrænum reglum þannig að ekki verði til gjár misskilnings og togstreitu að óþörfu við framkvæmd reglnanna? Karin Elleman Jensen hefur sett fram þessa hugmynd en hún er samstarfsráðherra Dana. 4. Sjálfsagt er að auka norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ekki aðeins á milli landanna á norrænu landsvæði heldur við verkefni á alþjóðlegum vettvangi. 5. Hið sama er að segja um samstarf Norðurlandanna við verkefni í þróunarlöndunum. Þar er mikið verk að vinna sem gæti skilað öllum, ekki síst þeim sem taka við aðstoð, mikilvægum ávinningi. 6. Á að stofna samstarfsnefnd á vettvangi Norðurlandaráðs sem hefur formlega yfirsýn yfir norrænt samstarf á alþjóðavettvangi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðavinnumálastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni svo nokkuð sé nefnt? 7. Á að opna fyrir aðild norrænu félaganna að hinu formlega opinbera norræna samstarfi með beinum hætti? Norrænu félögin eru veik, félagsmenn eru fáir. Það þarf að efla félögin. Hér er nefnd hugmynd sem gæti hleypt lífi í þau. 8. Skipulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að rífa niður landamærahindranir milli Norðurlandanna. En sú starfsemi hefur eingöngu beinst að hinu opinbera. Hvað með fyrirtækin? A) Símafyrirtækin þar sem hvert land hefur sitt landsnúmer? B) Hvað með bankana sem tekur þrjá sólarhringa að millifæra fjármuni fólks sem þarf á yfirfærslum að halda? C) Hvað með bílasölur og bílaskráningar? D) Hvað með fasteignaskipti? Þúsundir Dana vinna á Skáni en búa í Danmörku. Þetta fólk þarf að klífa himinbjörg af eyðublöðum við koma sér fyrir. E) Og loks: Hvað með ríkin sjálf eins og í ákvörðunum um óbeina skatta? Hér hafa verið settar fram átta hugmyndir til að hrista upp í norrænu samstarfi til að gera það skilvirkara gagnvart fólkinu. En líka til að gera Norðurlönd sterkari í heiminum - enn sterkri en þau eru í dag.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun