Lífið

55 þúsund á íslenskar myndir

vinsælir 35 þúsund miðar hafa selst á barnamyndina Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið.fréttablaðið/stefán
vinsælir 35 þúsund miðar hafa selst á barnamyndina Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið.fréttablaðið/stefán

Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýndar hér á landi að undanförnu.

Um 35 þúsund manns hafa séð Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar, sem er fyrsta íslenska þrívíddarmyndin. Hún var frumsýnd 10. september og er orðin þriðja vinsælasta mynd ársins hjá Sambíóunum á eftir Inception og Toy Story 3 3D.

Um átta þúsund áhorfendur hafa séð kvikmyndina Brim í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Hún var frumsýnd 2. október og byggir á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar. Hún fjallar um sjö manneskjur um borð í skipi sem rekur vélarvana á meðan stormur nálgast.

Um sjö þúsund manns hafa borgað sig inn á Óróa, sem var frumsýnd tveimur vikum á eftir Brimi. Baldvin Z leikstýrði myndinni, sem hefur fengið sérlega góða dóma, og þykja hinir ungu aðalleikarar standa sig einkar vel í sínum hlutverkum.

Kvikmyndin Sumarlandið var frumsýnd 17. september og um 5.000 manns hafa séð hana. Rétt eins og Órói Baldvins er hún fyrsta mynd leikstjórans, Gríms Hákonarsonar, í fullri lengd og fjallar um fjölskyldu sem hefur lífsviðurværi sitt af álfatengdri ferðaþjónustu og miðilsfundum.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.