Ameríka opnast fyrir Vesturport 4. desember 2010 09:00 Hamskiptin í uppfærslu Vesturports fengu lofsamlega dóma í The New York Times. Dómurinn skiptir öllu máli fyrir frekari útrás í Ameríku. Mynd/Vesturport.com „Þetta er náttúrlega fáránlegt og eiginlega hálfsjúkt, að nánast allt leikhúslíf í New York skuli snúast um einn dóm," segir Gísli Örn Garðarsson. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka fékk lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst skipti sá dómur öllu máli. Ef hann væri góður opnuðust allar dyr í leikhúsheiminum, slæm gagnrýni þýddi að allt væri lokað og læst. „Brendan Fraser var að leika í Elling hérna, þrjú hundruð milljóna króna sýningu. The New York Times slátraði henni og sýningum var hætt eftir viku." Gísli vill hins vegar ekki ganga það langt að segja Vesturport hársbreidd frá stóra sviðinu á Broadway. En vissulega hafi margar dyr opnast eftir þennan góða dóm. Hann viðurkennir að dagarnir eftir frumsýningu hafi verið nokkuð taugatrekkjandi. „Við fengum nefnilega dóm í Time Out á netinu sem var upp á þrjár stjörnur. Sá gagnrýnandi var ekki alveg að fíla leikgerðina og ég hugsaði með sjálfum mér að kannski væri þetta ekkert fyrir Bandaríkjamenn. Sá dómur skipti bara engu máli þegar dómur The New York Times kom. Þá byrjuðu símarnir að hringja." Gísli segir framhaldið hins vegar óráðið. Faust, samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, verður sett upp í Ludwigshaven í næstu viku þannig að ferðalögunum er hvergi hætt. „Við fljúgum þangað beint frá New York enda gerast hlutirnir ekki á einni nóttu í Ameríku."- fgg Lífið Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
„Þetta er náttúrlega fáránlegt og eiginlega hálfsjúkt, að nánast allt leikhúslíf í New York skuli snúast um einn dóm," segir Gísli Örn Garðarsson. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka fékk lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst skipti sá dómur öllu máli. Ef hann væri góður opnuðust allar dyr í leikhúsheiminum, slæm gagnrýni þýddi að allt væri lokað og læst. „Brendan Fraser var að leika í Elling hérna, þrjú hundruð milljóna króna sýningu. The New York Times slátraði henni og sýningum var hætt eftir viku." Gísli vill hins vegar ekki ganga það langt að segja Vesturport hársbreidd frá stóra sviðinu á Broadway. En vissulega hafi margar dyr opnast eftir þennan góða dóm. Hann viðurkennir að dagarnir eftir frumsýningu hafi verið nokkuð taugatrekkjandi. „Við fengum nefnilega dóm í Time Out á netinu sem var upp á þrjár stjörnur. Sá gagnrýnandi var ekki alveg að fíla leikgerðina og ég hugsaði með sjálfum mér að kannski væri þetta ekkert fyrir Bandaríkjamenn. Sá dómur skipti bara engu máli þegar dómur The New York Times kom. Þá byrjuðu símarnir að hringja." Gísli segir framhaldið hins vegar óráðið. Faust, samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, verður sett upp í Ludwigshaven í næstu viku þannig að ferðalögunum er hvergi hætt. „Við fljúgum þangað beint frá New York enda gerast hlutirnir ekki á einni nóttu í Ameríku."- fgg
Lífið Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira