Lífið

Ítalskir sprengjusérfræðingar heim til Clooney

Varðbátur fyrir utan heimili Clooney við Como-vatn á Ítalíu.
Varðbátur fyrir utan heimili Clooney við Como-vatn á Ítalíu.
Ítalski sjóherinn var kallaður heim til leikarans George Clooney nú í vikunni þegar verulegt magn af sprengjum fannst á lóð hans við Como-vatn á Ítalíu.

Þarna voru handsprengjur, risasprengjur í flugvélar og fleira. Ítalski herinn lokaði bæjunum í kring á meðan sprengjusérfræðingar unnu að því að fjarlægja herlegheitin.

Clooney sjálfur var ekki heima þegar þetta gerðist. Hann tók þessu öllu saman létt þegar fjölmiðlar spurðu hann um málið. „Þetta er ekki fyrsta sprengjan á mínum ferli,“ sagði hann og vísaði þá í slangur um kvikmyndir sem brotlenda, líkt og Batman-mynd hans gerði á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.