Húsnæðislánum breytt með löggjöf Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2010 17:21 Efnahags- og viðskiptaráðherra mun setja lög sem tryggir að dómur Hæstaréttar í dag um vexti af lánum nái til allra lána vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Mun lagasetningin taka til þeirra flokka lána sem talið er að hafi byggt á ólögmætri gengisbindingu, samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að samkvæmt útreikningum sérfræðinga Seðlabanka Íslands muni eftirstöðvar þessara lána lækka verulega við breytinguna, t.d. um 25% til 47% fyrir 25 ára lán. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir að gengisbundin húsnæðislán verði færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækki eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þessi hagsbót sé möguleg án þess að fjárhagslegt högg fyrir lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Ráðuneytið segir að út frá sanngirnissjónarmiðum sé talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hafi verið áætlað um 841 milljarður króna, en lán til einstaklinga um 186 milljarðar króna. Stór hluti fyrirtækjalána séu til aðila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hnígi að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki. Jafnframt séu miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verði gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10 Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra mun setja lög sem tryggir að dómur Hæstaréttar í dag um vexti af lánum nái til allra lána vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Mun lagasetningin taka til þeirra flokka lána sem talið er að hafi byggt á ólögmætri gengisbindingu, samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að samkvæmt útreikningum sérfræðinga Seðlabanka Íslands muni eftirstöðvar þessara lána lækka verulega við breytinguna, t.d. um 25% til 47% fyrir 25 ára lán. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir að gengisbundin húsnæðislán verði færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækki eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þessi hagsbót sé möguleg án þess að fjárhagslegt högg fyrir lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Ráðuneytið segir að út frá sanngirnissjónarmiðum sé talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hafi verið áætlað um 841 milljarður króna, en lán til einstaklinga um 186 milljarðar króna. Stór hluti fyrirtækjalána séu til aðila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hnígi að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki. Jafnframt séu miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verði gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10 Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10
Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12