Lífið

Skrifar handrit fyrir Hollywood

Handrit í hitamollu Óttar Martin situr nú sveittur í 28 stiga hita í Sevilla á Spáni og skrifar handrit að rómantískri gamanmynd fyrir umboðsskrifstofu í Hollywoodfréttablaðið/Völundur
Handrit í hitamollu Óttar Martin situr nú sveittur í 28 stiga hita í Sevilla á Spáni og skrifar handrit að rómantískri gamanmynd fyrir umboðsskrifstofu í Hollywoodfréttablaðið/Völundur

„Þetta er rómantísk gamanmynd sem er innblásin af áhuga mínum á rómantískum gamanmyndum síðastliðin fimmtán ár." Þetta segir rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð sem nú situr sveittur í spænsku borginni Sevilla að skrifa kvikmyndahandrit fyrir umboðsskrifstofu í Hollywood.

Óttar var ekki reiðubúinn strax að segja frá því hvaða umboðsskrifstofa þetta væri en að þetta væri alvöru umboðsskrifstofa með starfsfólki og tölvupóstföngum.

„Það er nefnilega ekkert sjálfgefið. Það er til fullt af fólki sem er reiðubúið að svindla á manni og vill stela af manni hugmyndum og annað slíkt," segir Óttar og nefnir sem dæmi að þegar hann sendi fyrsta útdráttinn af handritinu á nokkrar umboðsskrifstofur í Hollywood og London fékk hann strax svar frá einni skrifstofu.

„Hún vildi endilega fá eitthvað meira frá mér þannig að ég gúgglaði hana og komst að raun um að maður ætti alls ekki að senda henni því þetta væru þjófar."

Óttar bætir því við að umboðsskrifstofan sem hann skrifi fyrir hafi fengið bæði útdrátt og svokallað „treatment" sem er ögn lengra og sé á opinberum lista yfir góðu gæjana.

Óttar hefur þegar keypt öll réttindi sem eru í boði og hann býst við að senda þeim fyrsta uppkastið strax eftir helgi. „Hin fagra list er svo aftarlega á merinni í þessum heimi, þarna snýst allt um samninga og peninga."

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.