Erlent

Tók meira en hundrað tonn

Hald lagt á 105 tonn af maríjúana Efnin voru í tíu þúsund stórum pakkningum, greinilega ætluðum til útflutnings. Heildarmagnið er eitt það mesta sem stjórnvöld hafa komið höndum yfir í Mexíkó svo árum skiptir.fréttablaðið/AP
Hald lagt á 105 tonn af maríjúana Efnin voru í tíu þúsund stórum pakkningum, greinilega ætluðum til útflutnings. Heildarmagnið er eitt það mesta sem stjórnvöld hafa komið höndum yfir í Mexíkó svo árum skiptir.fréttablaðið/AP

Lögreglan í mexíkósku borginni Tijuana við landamæri Bandaríkjanna lagði í gær hald á 105 tonn af kannabisefnum, sem er meira en dæmi eru til um að hald hafi verið lagt á í einu lagi í landinu árum saman.

Ellefu voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglunnar, sem réðist til atlögu gegn stórtækum smyglurum í þremur hverfum borgarinnar eldsnemma í gærmorgun.

Magnið er nánast jafnmikið og lögreglan í Mexíkó hafði lagt hald á það sem af er árinu, en samtals var það komið upp í 115 tonn.

Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ er gramm af hassi selt hér á landi á 2.500 krónur, en gramm af grasi á tæpar 3.000 krónur. Verðmæti 105 tonna gæti því numið 260 til 315 milljörðum króna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×