Erlent

Konur byggðar til að tala skýrt

Talfæri eru mismunandi.
Talfæri eru mismunandi.

Bart de Boer, vísindamaður við Háskólann í Amsterdam, heldur því fram að talfæri kvenna séu sérlega vel hönnuð til þess að tala skýrt. Talfæri karla henti ekki jafnvel til þess að koma frá sér skýru máli. Talfæri apa séu þó sýnu óhentugust.

De Boer gerði tölvulíkan af ólíkum talfærum og prófaði hvernig þau hentuðu til að mynda hljóð. Í ljós kom að barkakýli kvenna er staðsett alveg mátulega hátt til að framleiða skýr talhljóð, en barkakýli karla er aðeins of neðarlega.

Niðurstöður rannsókna de Boers eru birtar í tímaritinu Journal of Phonetics.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×