Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út 30. september 2010 05:45 Gæsluvarðhald Einn af fimm manns sem voru leiddir fyrir dómara í gær vegna kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um framlengingu á gæsluvarðhaldi. Frettabladid/Valli Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Fréttir VSK-málið Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is
Fréttir VSK-málið Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira