Land og synir snúa aftur 4. desember 2010 14:30 Hlakka til að spila á ný Gunnar Þór Eggersson gítarleikari og Hreimur Örn söngvari eru spenntir fyrir kvöldinu en Land og synir eru með tónleika á Spot í kvöld.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira